Íslenski boltinn

Björgvin kominn fram úr Viktori | Skoraði tvö mörk í Haukasigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson. Vísir/Valli
Björgvin Stefánsson skoraði sitt sextánda og sautjánda mark í 1. deild karla í sumar í kvöld þegar Haukar unnu 3-0 sigur á Selfossi Schenkervellinum á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Björgvin Stefánsson er þar með orðinn einn markahæstur í deildinni en hann hefur skorað tveimur mörkum meira en Þróttarinn Viktor Jónsson. Vikor hefur verið í toppsætinu í nær allt sumar.

Björgvin skoraði fyrsta mark Haukana á 22. mínútu og Zlatko Krickic bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir hálfleik. Björgvin innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu leiksins.

Haukarnir unnu þarna sinn fjórða sigur í röð og eru nú komnir upp í fjórða sæti deildarinnar. Haukaliðið er nú tveimur stigum á eftir KA (3. sæti) og fimm stigum á eftir Þrótti (2. sæti) en Hafnarfjarðarliðið hefur leikið einum leik meira.

Björgvin hefur nú skorað í fjórum leikjum í röð og alls sjö mörk í þessum fjórum sigrum á Fjarðabyggð, Þór, Gróttu og Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×