Veiðigjöld á hval brot af veiðileyfi á hreindýri sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2015 08:00 Það kostar átta þúsund krónur að veiða hrefnu. Veiðigjöld verða sett á veiddan hval í fyrsta skipti á næsta fiskveiðiári. 8.000 krónur mun kosta að veiða hrefnu og veiðigjöld á hverja langreyði verða 50.000 krónur. Að sama skapi kostar það íslenska veiðimenn 135.000 krónur að veiða hreindýrstarf á yfirstandandi hreindýraveiðitímabili. Því geta hvalveiðimenn veitt sem samsvarar nærri 17 hrefnum fyrir andvirði hreindýrstarfs og tæplega þrjár langreyðar þarf að veiða til að ná upp í veiðileyfið. Dúi Landmark, formaður Skotvís, segir þennan samanburð sýna að heildrænnar stefnu í nýtingu og veiðistýringu nytjastofna á Íslandi sé þörf. „Í þessu tilfelli hallar verulega á skotveiðimenn í þessum samanburði og það er ekkert nýtt. Það er eitthvað sem við höfum fengið að kynnast á síðustu árum. Stjórnvöld virðast vilja líta svo á að hægt sé að leggja hærri og hærri gjöld á veiðimenn því þeir eru í þessu sem áhugamáli,“ segir Dúi. „Það sem þessi verðlagning sýnir er að það er gríðarlegt misræmi yfirhöfuð hjá stjórnvöldum þegar kemur að veiðistýringu. Það er engin heildræn stefna stjórnvalda til í nýtingu nytjastofna og við hjá Skotvís höfum kallað eftir slíkri stefnu.“Dúi Landmark, formaður SkotvísSvandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, telur veiðarnar á hval við Íslandsstrendur tímaskekkju og telur mikilvægt að þeim verði hætt án tafar þar sem þær skaði aðra ríkari hagsmuni. „Í greinargerð með frumvarpi sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé unnt að reikna veiðigjöld á hval með sama hætti og gjöld á aðra nytjastofna vegna þess að ekkert markaðsverð er fyrir hendi um verðmæti hvals við löndun. Virðisaukaskattur af hvalaskoðun er umtalsverð tekjulind fyrir ríkissjóð og væri nær að líta til þess sem tekjulindar af hval á Íslandi. Þessar tölur sem hér eru ræddar ýta enn frekar stoðum undir þá skoðun að hvalveiðar við Ísland séu tímaskekkja og beri að leggja af,“ segir Svandís. „Samanburðurinn við hvalveiðar sýnir ennfremur fáránleika veiðigjaldanna." Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur hins vegar ekki hægt að bera þessar veiðar saman. „Það eru til verðmæti fyrir flestallar tegundir sem við nýtum úr sjó við löndun í gegnum fiskmarkaði. Þar verður verðmætið til. Hvalur hefur ekki verið á fiskmörkuðum heldur fer til vinnslu hjá þeim aðilum sem eru að veiða og því erfitt að gera sér grein fyrir verðmætunum. Erfitt er að bera þetta saman við hreindýraveiðar. Eins má segja að veiðileyfi á laxi séu dýr,“ segir Jón. Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Veiðigjöld verða sett á veiddan hval í fyrsta skipti á næsta fiskveiðiári. 8.000 krónur mun kosta að veiða hrefnu og veiðigjöld á hverja langreyði verða 50.000 krónur. Að sama skapi kostar það íslenska veiðimenn 135.000 krónur að veiða hreindýrstarf á yfirstandandi hreindýraveiðitímabili. Því geta hvalveiðimenn veitt sem samsvarar nærri 17 hrefnum fyrir andvirði hreindýrstarfs og tæplega þrjár langreyðar þarf að veiða til að ná upp í veiðileyfið. Dúi Landmark, formaður Skotvís, segir þennan samanburð sýna að heildrænnar stefnu í nýtingu og veiðistýringu nytjastofna á Íslandi sé þörf. „Í þessu tilfelli hallar verulega á skotveiðimenn í þessum samanburði og það er ekkert nýtt. Það er eitthvað sem við höfum fengið að kynnast á síðustu árum. Stjórnvöld virðast vilja líta svo á að hægt sé að leggja hærri og hærri gjöld á veiðimenn því þeir eru í þessu sem áhugamáli,“ segir Dúi. „Það sem þessi verðlagning sýnir er að það er gríðarlegt misræmi yfirhöfuð hjá stjórnvöldum þegar kemur að veiðistýringu. Það er engin heildræn stefna stjórnvalda til í nýtingu nytjastofna og við hjá Skotvís höfum kallað eftir slíkri stefnu.“Dúi Landmark, formaður SkotvísSvandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, telur veiðarnar á hval við Íslandsstrendur tímaskekkju og telur mikilvægt að þeim verði hætt án tafar þar sem þær skaði aðra ríkari hagsmuni. „Í greinargerð með frumvarpi sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé unnt að reikna veiðigjöld á hval með sama hætti og gjöld á aðra nytjastofna vegna þess að ekkert markaðsverð er fyrir hendi um verðmæti hvals við löndun. Virðisaukaskattur af hvalaskoðun er umtalsverð tekjulind fyrir ríkissjóð og væri nær að líta til þess sem tekjulindar af hval á Íslandi. Þessar tölur sem hér eru ræddar ýta enn frekar stoðum undir þá skoðun að hvalveiðar við Ísland séu tímaskekkja og beri að leggja af,“ segir Svandís. „Samanburðurinn við hvalveiðar sýnir ennfremur fáránleika veiðigjaldanna." Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur hins vegar ekki hægt að bera þessar veiðar saman. „Það eru til verðmæti fyrir flestallar tegundir sem við nýtum úr sjó við löndun í gegnum fiskmarkaði. Þar verður verðmætið til. Hvalur hefur ekki verið á fiskmörkuðum heldur fer til vinnslu hjá þeim aðilum sem eru að veiða og því erfitt að gera sér grein fyrir verðmætunum. Erfitt er að bera þetta saman við hreindýraveiðar. Eins má segja að veiðileyfi á laxi séu dýr,“ segir Jón.
Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira