Sáum enga ástæðu til breytinga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2015 06:00 Lars á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir „Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæmlega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þrem dögum síðar mun Ísland taka á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strákarnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar eru farnir að sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Svíþjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undirbúning fyrir hvern leik. Andlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af neinu í undirbúningnum. Hann og Heimir munu halda áfram að heilaþvo leikmenn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlutverk og við náum ákveðnu frumkvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Ef maður myndi spyrja þá og þeir myndu svara heiðarlega þá myndu eflaust einhverjir segja að þeir hefðu fengið nóg. Ég hef aftur á móti lært að ef maður hættir að endurtaka hlutina þá er auðvelt að falla niður um nokkur prósent. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Svíinn geðþekki og glottir við tönn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15 Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19 Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56 Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18 Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
„Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæmlega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þrem dögum síðar mun Ísland taka á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strákarnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar eru farnir að sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Svíþjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undirbúning fyrir hvern leik. Andlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af neinu í undirbúningnum. Hann og Heimir munu halda áfram að heilaþvo leikmenn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlutverk og við náum ákveðnu frumkvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Ef maður myndi spyrja þá og þeir myndu svara heiðarlega þá myndu eflaust einhverjir segja að þeir hefðu fengið nóg. Ég hef aftur á móti lært að ef maður hættir að endurtaka hlutina þá er auðvelt að falla niður um nokkur prósent. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Svíinn geðþekki og glottir við tönn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15 Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19 Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56 Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18 Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15
Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19
Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56
Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18
Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28