Fótbolti

Uppselt á leik Íslands og Kasakstan

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Landsliðsfyrirliðin Aron Einar Gunnarsson.
Landsliðsfyrirliðin Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Ernir
Uppselt er  á landsleik Íslands og Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins 2016 en miðasalan hófst nú í hádeginu. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ fóru 5000 miðar í sölu í dag.

Leikið verður á Laugardalsvelli þann 6. september næstkomandi en Strákarnir Okkar leika fyrst gegn Hollandi ytra þann 3. september. Með sigri gegn Kasakstan taka þeir stórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar.

Verður nánast allur völlurinn blár en samkvæmt yfirlýsingu KSÍ seldu þeir einnig í hólfin sem eru sérstaklega fyrir stuðningsmenn gestaliðsins. Reyndist lítill áhugi á ferðalaginu til Íslands í Kasakstan en liðið er í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig eftir sex leiki.

13:45 Þá eru síðustu miðarnir farnir. Uppselt á Laugardalsvöll en vonandi verða þeir sem náðu miða í góðum gír.

Uppfært 13:37:
KSÍ segir á heimasíðu sinni að uppselt sé á leikinn en samkvæmt þeim voru 5000 miðar settir í sölu í dag. Virðist aðeins eitt sæti vera eftir í D-hólfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×