Bendtner hetja Wolfsburg gegn Bayern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2015 20:43 De Bruyne og Bendtner fagna jöfnunarmarki þess síðarnefnda. vísir/getty Wolfsburg bar sigurorð Bayern München eftir vítaspyrnukeppni í þýska Ofurbikarnum, árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Wolfsburg vinnur þennan titil en liðið varð bikarmeistari á síðasta tímabili. Bayern hefur hins vegar tapað leiknum um Ofurbikarinn þrjú ár í röð en Pep Guardiola hefur ekki enn tekist að vinna þennan titil sem knattspyrnustjóri Bayern. Arjen Robben kom Bayern yfir á 49. mínútu eftir undirbúning Douglas Costa og skot Roberts Lewandowski. Allt stefndi í sigur þýsku meistaranna en danski framherjinn Nicklas Bendtner jafnaði metin mínútu fyrir leikslok með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Kevins De Bruyne, stoðsendingakóngs þýsku deildarinnar í fyrra. Fleiri urðu mörkin ekki og því var farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar sýndu leikmenn Wolfsburg mikið öryggi og sendu Manuel Neuer, hinn frábæra markvörð Bayern, ítrekað í rangt horn. Leikmenn Bayern skoruðu úr fjórum spyrnum en belgíski markvörðurinn Koen Casteels varði frá Xabi Alonso. Það var svo áðurnefndur Bendtner sem skoraði úr síðustu spyrnu Wolfsburg og tryggði liðinu sigurinn.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Arturo Vidal 1-1 Ricardo Rodríguez 1-1 Xabi Alanso, varið 1-2 Kevin De Bruyne 2-2 Arjen Robben 2-3 André Schürrle 3-3 Philipp Lahm 3-4 Max Kruse 4-4 Douglas Costa 4-5 Nicklas Bendtner Þýski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Wolfsburg bar sigurorð Bayern München eftir vítaspyrnukeppni í þýska Ofurbikarnum, árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Wolfsburg vinnur þennan titil en liðið varð bikarmeistari á síðasta tímabili. Bayern hefur hins vegar tapað leiknum um Ofurbikarinn þrjú ár í röð en Pep Guardiola hefur ekki enn tekist að vinna þennan titil sem knattspyrnustjóri Bayern. Arjen Robben kom Bayern yfir á 49. mínútu eftir undirbúning Douglas Costa og skot Roberts Lewandowski. Allt stefndi í sigur þýsku meistaranna en danski framherjinn Nicklas Bendtner jafnaði metin mínútu fyrir leikslok með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Kevins De Bruyne, stoðsendingakóngs þýsku deildarinnar í fyrra. Fleiri urðu mörkin ekki og því var farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar sýndu leikmenn Wolfsburg mikið öryggi og sendu Manuel Neuer, hinn frábæra markvörð Bayern, ítrekað í rangt horn. Leikmenn Bayern skoruðu úr fjórum spyrnum en belgíski markvörðurinn Koen Casteels varði frá Xabi Alonso. Það var svo áðurnefndur Bendtner sem skoraði úr síðustu spyrnu Wolfsburg og tryggði liðinu sigurinn.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Arturo Vidal 1-1 Ricardo Rodríguez 1-1 Xabi Alanso, varið 1-2 Kevin De Bruyne 2-2 Arjen Robben 2-3 André Schürrle 3-3 Philipp Lahm 3-4 Max Kruse 4-4 Douglas Costa 4-5 Nicklas Bendtner
Þýski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira