Viðskipti erlent

Hlutabréf halda áfram að falla í Grikklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Kauphöllin í Aþenu.
Kauphöllin í Aþenu. Vísir/AFP
Hlutabréf í kauphöllinni í Grikklandi héldu áfram að lækka í verði í morgun en kauphöllin opnaði í fyrsta sinn í fimm vikur í gær.

Hlutabréf lækkuðu um 4,5 prósent við opnun markaða í morgun eftir að hafa lækkað um sextán prósent í gær.

Sérfræðingar höfðu flestir spáð mikilli lækkun hlutabréfa við opnun markaða á ný. Frá því að kauphöllinni var lokað í upphafi síðasta mánaðar hafa Grikkir samið við lánardrottna sína um frekari niðurskurð og hækkun skatta í skiptum fyrir frekari lán.

Hlutabréf í bönkum lækkuðu um nærri 30 prósent í gær sem er mjög nærri þeirri lækkun sem mest getur orðið á bréfum á einum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×