Bayern Munchen vann úrslitaleik Audi Cup | Úrslit úr æfingarleikjum kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 22:45 Leikmenn Bayern fagna sigrinum í kvöld. Vísir/Getty Bayern Munchen hafði betur gegn Real Madrid í úrslitum Audi Cup en úrslitaleikur mótsins fór fram á Allianz Arena í kvöld. Þá vann Tottenham 2-0 sigur á AC Milan í bronsleiknum sem fór fram fyrr um daginn. Báðir þjálfarar stilltu upp sterkum byrjunarliðum í bland við að hvíla lykilleikmenn en hvorki Gareth Bale né Cristiano Ronaldo voru í byrjunarliði Real Madrid. Real Madrid varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Pepe fór meiddur af velli en spænski miðvörðurinn Nacho kom inn í hans stað. Eina mark leiksins kom undir lok leiksins þegar Robert Lewandowski sem kom inn af varamannabekknum lagði boltann í netið eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa. Hvorugt liðið náði að bæta við marki á lokamínútum leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri Bayern Munchen. Í bronsleiknum mættust Tottenham og AC Milan og vann enska liðið góðan sigur á ítalska stórveldinu. Nacer Chadli, belgíski kantmaðurinn, skoraði fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik en hann lék í stöðu framherja í leiknum. Thomas Carroll, enski miðjumaðurinn bætti við öðru marki leiksins um miðbik seinni hálfleiksins en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 2-0 sigri enska félagsins. Þá tóku nágrannar Tottenham í Chelsea á móti ítalska félaginu Fiorentina á heimavelli sínum. Var leikurinn síðasti leikurinn í International Champions Cup en leiknum lauk með 1-0 sigri Fiorentina og skoraði Gonzalo Rodriguez sigurmark leiksins þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tefldi fram afar sterku liði í seinni hálfleik en þeim bláklæddu tókst ekki að jafna metin.Úrslit kvöldsins: Tottenham 2-0 AC Milan Bayern Munchen 1-0 Real Madrid Chelsea 0-1 Fiorentina Þýski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira
Bayern Munchen hafði betur gegn Real Madrid í úrslitum Audi Cup en úrslitaleikur mótsins fór fram á Allianz Arena í kvöld. Þá vann Tottenham 2-0 sigur á AC Milan í bronsleiknum sem fór fram fyrr um daginn. Báðir þjálfarar stilltu upp sterkum byrjunarliðum í bland við að hvíla lykilleikmenn en hvorki Gareth Bale né Cristiano Ronaldo voru í byrjunarliði Real Madrid. Real Madrid varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Pepe fór meiddur af velli en spænski miðvörðurinn Nacho kom inn í hans stað. Eina mark leiksins kom undir lok leiksins þegar Robert Lewandowski sem kom inn af varamannabekknum lagði boltann í netið eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa. Hvorugt liðið náði að bæta við marki á lokamínútum leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri Bayern Munchen. Í bronsleiknum mættust Tottenham og AC Milan og vann enska liðið góðan sigur á ítalska stórveldinu. Nacer Chadli, belgíski kantmaðurinn, skoraði fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik en hann lék í stöðu framherja í leiknum. Thomas Carroll, enski miðjumaðurinn bætti við öðru marki leiksins um miðbik seinni hálfleiksins en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 2-0 sigri enska félagsins. Þá tóku nágrannar Tottenham í Chelsea á móti ítalska félaginu Fiorentina á heimavelli sínum. Var leikurinn síðasti leikurinn í International Champions Cup en leiknum lauk með 1-0 sigri Fiorentina og skoraði Gonzalo Rodriguez sigurmark leiksins þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tefldi fram afar sterku liði í seinni hálfleik en þeim bláklæddu tókst ekki að jafna metin.Úrslit kvöldsins: Tottenham 2-0 AC Milan Bayern Munchen 1-0 Real Madrid Chelsea 0-1 Fiorentina
Þýski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira