Bayern Munchen vann úrslitaleik Audi Cup | Úrslit úr æfingarleikjum kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 22:45 Leikmenn Bayern fagna sigrinum í kvöld. Vísir/Getty Bayern Munchen hafði betur gegn Real Madrid í úrslitum Audi Cup en úrslitaleikur mótsins fór fram á Allianz Arena í kvöld. Þá vann Tottenham 2-0 sigur á AC Milan í bronsleiknum sem fór fram fyrr um daginn. Báðir þjálfarar stilltu upp sterkum byrjunarliðum í bland við að hvíla lykilleikmenn en hvorki Gareth Bale né Cristiano Ronaldo voru í byrjunarliði Real Madrid. Real Madrid varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Pepe fór meiddur af velli en spænski miðvörðurinn Nacho kom inn í hans stað. Eina mark leiksins kom undir lok leiksins þegar Robert Lewandowski sem kom inn af varamannabekknum lagði boltann í netið eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa. Hvorugt liðið náði að bæta við marki á lokamínútum leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri Bayern Munchen. Í bronsleiknum mættust Tottenham og AC Milan og vann enska liðið góðan sigur á ítalska stórveldinu. Nacer Chadli, belgíski kantmaðurinn, skoraði fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik en hann lék í stöðu framherja í leiknum. Thomas Carroll, enski miðjumaðurinn bætti við öðru marki leiksins um miðbik seinni hálfleiksins en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 2-0 sigri enska félagsins. Þá tóku nágrannar Tottenham í Chelsea á móti ítalska félaginu Fiorentina á heimavelli sínum. Var leikurinn síðasti leikurinn í International Champions Cup en leiknum lauk með 1-0 sigri Fiorentina og skoraði Gonzalo Rodriguez sigurmark leiksins þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tefldi fram afar sterku liði í seinni hálfleik en þeim bláklæddu tókst ekki að jafna metin.Úrslit kvöldsins: Tottenham 2-0 AC Milan Bayern Munchen 1-0 Real Madrid Chelsea 0-1 Fiorentina Þýski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Bayern Munchen hafði betur gegn Real Madrid í úrslitum Audi Cup en úrslitaleikur mótsins fór fram á Allianz Arena í kvöld. Þá vann Tottenham 2-0 sigur á AC Milan í bronsleiknum sem fór fram fyrr um daginn. Báðir þjálfarar stilltu upp sterkum byrjunarliðum í bland við að hvíla lykilleikmenn en hvorki Gareth Bale né Cristiano Ronaldo voru í byrjunarliði Real Madrid. Real Madrid varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Pepe fór meiddur af velli en spænski miðvörðurinn Nacho kom inn í hans stað. Eina mark leiksins kom undir lok leiksins þegar Robert Lewandowski sem kom inn af varamannabekknum lagði boltann í netið eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa. Hvorugt liðið náði að bæta við marki á lokamínútum leiksins og lauk leiknum því með 1-0 sigri Bayern Munchen. Í bronsleiknum mættust Tottenham og AC Milan og vann enska liðið góðan sigur á ítalska stórveldinu. Nacer Chadli, belgíski kantmaðurinn, skoraði fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik en hann lék í stöðu framherja í leiknum. Thomas Carroll, enski miðjumaðurinn bætti við öðru marki leiksins um miðbik seinni hálfleiksins en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum með 2-0 sigri enska félagsins. Þá tóku nágrannar Tottenham í Chelsea á móti ítalska félaginu Fiorentina á heimavelli sínum. Var leikurinn síðasti leikurinn í International Champions Cup en leiknum lauk með 1-0 sigri Fiorentina og skoraði Gonzalo Rodriguez sigurmark leiksins þegar tíu mínútur voru til hálfleiks. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tefldi fram afar sterku liði í seinni hálfleik en þeim bláklæddu tókst ekki að jafna metin.Úrslit kvöldsins: Tottenham 2-0 AC Milan Bayern Munchen 1-0 Real Madrid Chelsea 0-1 Fiorentina
Þýski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira