Verkalýðsfélagið bað um mansalsteymi vestur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 8. ágúst 2015 19:30 Rannsókn lögreglu á meintu mansali í Bolungarvík hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Upphaf málsins má rekja til þess þegar fréttamiðlinum Bæjarins Besta barst bréf þar sem pólskur verkstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Jakob Valgeir ehf var sagður hafa tekið eitt þúsund evrur, um 150 þúsund íslenskra króna af öðrum Pólverjum sem hann hafði milligöngu um að útvega vinnu. Í bréfinu eru birt nöfn um tuttugu Pólverja sem sagðir eru hafa greitt verkstjóranum þessa fjárhæð. Lögreglan fékk bréfið til skoðunar. Það var hins vegar ekki fyrr en leitað var til Lárusar Benediktssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur í september í fyrra sem leitað var eftir aðstoð mansalsteymis að sunnan eins og Stöð 2 greindi frá í sumar. Lárus fundaði einnig með bæjarstjóra Bolungarvíkur og greindi honum frá því að málið myndi reynast skaðlegt fyrir bæinn. „Ég leitaði til Fjölmenningarseturs á Ísafirði og óskaði eftir ráðum frá þeim. Þau bentu mér á að senda þau bréf sem voru á pólsku í þýðingu til Reykjavíkur, sem ég og gerði og sendi til löggilts skjalaþýðanda. Uppfrá því afhenti ég lögreglu öll þau gögn sem ég hafði um málið. Það sem kom fram í þessum skjölum er kom að kjaramálum tók félagið að sér. Ég fundaði með bæjarstjóranum hér í Bolungarvík og félagsmálastjóra og gerði þeim grein fyrir því að málið skaðaði bæinn. Þetta gæti ekki verið gott til frásagnar fyrir bæinn ef rétt reyndist. Ég mataði lögregluna á öllu því sem ég fékk í framhaldinu og óskaði eftir því að þeir leituðu til mansalsteymis til aðstoðar við rannsóknina og reyndi að fara eins faglega í þetta og hægt var.“ Lárus ítrekar að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð og segir sögusagnir um fjárkúgun í fiskvinnslunni hafa verið á kreiki í nokkur ár. Hann segir málið erfitt til rannsóknar. „Bolvíkingar fylgjast ekki mikið með þessum málum. Hins vegar var maður búinn að heyra sögur af þessu á götunni. Að þetta væri búið að standa yfir í nokkur ár. En það var aldrei leitað til félagsins fyrr en í september í fyrra. Ég geri mér alveg grein fyrir því að svona mál eru erfið til rannsóknar. Það hafa fallið dómar í þremur mansalsmálum. Það var sýknudómur í tveimur þeirra. Og það hafa verið til rannsóknar þrjátíu mál á Íslandi á síðustu tveimur, þremur árum í sambandi við mansal.“ Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Rannsókn á mannsalsmáli í Bolungarvík er á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. 13. júlí 2015 18:30 Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. 29. júlí 2015 19:30 Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. 14. júlí 2015 19:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Rannsókn lögreglu á meintu mansali í Bolungarvík hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Upphaf málsins má rekja til þess þegar fréttamiðlinum Bæjarins Besta barst bréf þar sem pólskur verkstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Jakob Valgeir ehf var sagður hafa tekið eitt þúsund evrur, um 150 þúsund íslenskra króna af öðrum Pólverjum sem hann hafði milligöngu um að útvega vinnu. Í bréfinu eru birt nöfn um tuttugu Pólverja sem sagðir eru hafa greitt verkstjóranum þessa fjárhæð. Lögreglan fékk bréfið til skoðunar. Það var hins vegar ekki fyrr en leitað var til Lárusar Benediktssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur í september í fyrra sem leitað var eftir aðstoð mansalsteymis að sunnan eins og Stöð 2 greindi frá í sumar. Lárus fundaði einnig með bæjarstjóra Bolungarvíkur og greindi honum frá því að málið myndi reynast skaðlegt fyrir bæinn. „Ég leitaði til Fjölmenningarseturs á Ísafirði og óskaði eftir ráðum frá þeim. Þau bentu mér á að senda þau bréf sem voru á pólsku í þýðingu til Reykjavíkur, sem ég og gerði og sendi til löggilts skjalaþýðanda. Uppfrá því afhenti ég lögreglu öll þau gögn sem ég hafði um málið. Það sem kom fram í þessum skjölum er kom að kjaramálum tók félagið að sér. Ég fundaði með bæjarstjóranum hér í Bolungarvík og félagsmálastjóra og gerði þeim grein fyrir því að málið skaðaði bæinn. Þetta gæti ekki verið gott til frásagnar fyrir bæinn ef rétt reyndist. Ég mataði lögregluna á öllu því sem ég fékk í framhaldinu og óskaði eftir því að þeir leituðu til mansalsteymis til aðstoðar við rannsóknina og reyndi að fara eins faglega í þetta og hægt var.“ Lárus ítrekar að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð og segir sögusagnir um fjárkúgun í fiskvinnslunni hafa verið á kreiki í nokkur ár. Hann segir málið erfitt til rannsóknar. „Bolvíkingar fylgjast ekki mikið með þessum málum. Hins vegar var maður búinn að heyra sögur af þessu á götunni. Að þetta væri búið að standa yfir í nokkur ár. En það var aldrei leitað til félagsins fyrr en í september í fyrra. Ég geri mér alveg grein fyrir því að svona mál eru erfið til rannsóknar. Það hafa fallið dómar í þremur mansalsmálum. Það var sýknudómur í tveimur þeirra. Og það hafa verið til rannsóknar þrjátíu mál á Íslandi á síðustu tveimur, þremur árum í sambandi við mansal.“ Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Rannsókn á mannsalsmáli í Bolungarvík er á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. 13. júlí 2015 18:30 Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. 29. júlí 2015 19:30 Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. 14. júlí 2015 19:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Rannsókn á mannsalsmáli í Bolungarvík er á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. 13. júlí 2015 18:30
Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. 29. júlí 2015 19:30
Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. 14. júlí 2015 19:00