Sexföldum Íslandsmeistara meinað að nota golfbíl Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2015 07:30 Björgvin slær hér upphafshögg. Vísir/GVA Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn. Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson sem hefur sex sinnum staðið uppi sem Íslandsmeistari tekur um helgina í þátt í Íslandsmótinu í 53. skiptið í röð. Hann sótti um sérsaklega að fá að nota golfbíl á mótinu í ljósi þess að hann sé að berjast við krabbamein en mótastjórn Íslandsmótið hafnaði því. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við Morgunblaðið í dag. Björgvin segir frá því að hann hafi sótt um að fá að nota golfbíl í ljósi þess að hann sé í lyfjameðferð síðan í byrjun maí sem gerir honum erfitt með gang. Þrátt fyrir að beiðni Björgvins hafi verið hafnað segist hann þó ætla að taka þátt í mótinu. „Ég ætla að spila, þetta svar kemur mér í raun ekki á óvart í ljósi afstöðu GSÍ gagnvart stráknum í Mosfellsbæ en ég vildi láta á þetta reyna. Það var illa farið með hann,“ sagði Björgvin sem vitnaði í ákvörðun GSÍ eftir að Kári Örn Hinriksson sótti um heimild fyrir notkun golfbíls á Eimskipsmótaröðinni. Kári Örn berst við krabbamein og gat ekki tekið þátt á heimavelli sínum án golfbíls en hafnaði GSÍ beiðni hans á þeim grundvelli að það myndi opna á það að fleiri keppendur gætu beðið um bíl síðar. Björgvin staðfesti síðar við Morgunblaðið að hann ætlaði að gera sitt besta um helgina þrátt fyrir synjun Golfsambandsins en hann hefur leik klukkan 09.20 upp á Skaga. „Ég ætla að ganga eins og ég get og láta á það reyna hvort ég geti klárað. Það fer eflaust að síga í á morgun en ég mun reyna að komast í gegnum niðurskurðinn eins og mér tókst í fyrra,“ sagði fyrrum Íslandsmeistarinn.
Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira