Fótbolti

Stig dregið af Króatíu vegna hakakross

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. Vísir/AP
Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að draga stig af Króatíu í undankeppni EM 2016 vegna uppákomu í leik liðsins gegn Ítalíu í síðasta mánuði.

Í miðjum leik uppgötvaðist að það mátti sjá hakakross í grasinu á vellinum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Málið var kært til Knattspyrnusambands Evrópu sem úrskuðaði að stigið sem Króatía vann sér inn með 1-1 jafntefli í leiknum skyldi tekið af liðinu.

Þá verður Króatía að spila næstu tvo heimaleiki sína fyrir luktum dyrum og greiða 100 þúsund evrur í sekt.

Króatía er nú með þrettán stig á toppi H-riðils, einu meira en Ítalía. Noregur er í þriðja sætinu með tíu stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×