Fótbolti

Leikjaplanið klárt fyrir undankeppni HM | Ísland byrjar í Úkraínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Landsliðið þarf að ferðast til Úkraínu, Tyrklands og Króatíu í undankeppni HM.
Landsliðið þarf að ferðast til Úkraínu, Tyrklands og Króatíu í undankeppni HM. vísir/vilhelm
Leikjaplanið fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018 hefur verið gefið út. Dregið var í gær í riðlana, en Ísland byrjar í Úkraínu.

Ísland byrjar á því að spila útileik gegn Úkraínu, en liðið er sem kunnugt er með Úkraínu, Finnlandi, Tyrklandi og Króatíu í riðli. Eftir leikinn ytra gegn Úkraínu taka við tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi.

Strákarnir okkar fá svo tækifæri til þess að hefna fyrir ófarirnar gegn Króatíu í nóvember 2016 þar sem Ísland fer til Króatíu og mætir þar heimamönnum í síðasta leik fyrri umferðar undankeppninnar.

Leikjaplanið í heild sinni má sjá hér að neðan, en nú getur fólk byrjað að plana ferðir á leikina ytra.

Allir leikirnir:

5. september 2016: Úkraína - Ísland

6. október 2016: Ísland - Finnland

9. október 2016: Ísland - Tyrkland

12. nóvember 2016: Króatía - Ísland

11. júní 2017: Ísland - Króatía

2. september 2017: Finnland - Ísland

5. september 2017: Ísland - Úkraína

6. október 2017: Tyrkland - Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×