Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2015 18:30 Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lögregluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flókin í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Aðeins þrír dómar hafa fallið, tveir sýknudómar og einn sakfellingardómur. Dómarnir féllu allir á árunum 2009–2010 og því hefur lítið áunnist síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það sé enn í rannsókn. Málið kom fyrst upp árið 2013. Pólskættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmálum frá Suðurnesjum aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort það sé brotið gegn mansalsákvæði laganna eða hvort um einhvers konar fjársvik sé að ræða. Mansal í Vík Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lögregluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flókin í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Aðeins þrír dómar hafa fallið, tveir sýknudómar og einn sakfellingardómur. Dómarnir féllu allir á árunum 2009–2010 og því hefur lítið áunnist síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það sé enn í rannsókn. Málið kom fyrst upp árið 2013. Pólskættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmálum frá Suðurnesjum aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort það sé brotið gegn mansalsákvæði laganna eða hvort um einhvers konar fjársvik sé að ræða.
Mansal í Vík Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent