Sérfræðingur í mansalsrannsóknum fór á Vestfirði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2015 18:30 Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lögregluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flókin í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Aðeins þrír dómar hafa fallið, tveir sýknudómar og einn sakfellingardómur. Dómarnir féllu allir á árunum 2009–2010 og því hefur lítið áunnist síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það sé enn í rannsókn. Málið kom fyrst upp árið 2013. Pólskættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmálum frá Suðurnesjum aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort það sé brotið gegn mansalsákvæði laganna eða hvort um einhvers konar fjársvik sé að ræða. Mansal í Vík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Nokkur mansalsmál eru til skoðunar og rannsóknar hjá lögregluembættum landsins. Í einu þeirra eru mögulegir þolendur um tuttugu talsins. Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mansalsmál erfið rannsóknar. „Því miður eru alltaf einhver og það eru nokkur til rannsóknar núna. Öll mansalsmál eru umfangsmikil og mjög flókin í rannsókn og sérstaklega þar sem við erum með mjög viðkvæma brotaþola.“ Aðeins þrír dómar hafa fallið, tveir sýknudómar og einn sakfellingardómur. Dómarnir féllu allir á árunum 2009–2010 og því hefur lítið áunnist síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá embættum lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum má áætla að fjöldi mála þar sem rökstuddur grunur hefur vaknað um mansal sé um þrjátíu á undanförnum þremur árum. Vakni rökstuddur grunur um mansal er málið rannsakað. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfestir að eitt þessara mansalsmála sé til rannsóknar hjá embættinu, það varði starfsfólk sem starfaði í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Rannsóknin er að hans sögn á lokastigi og er að vænta ákvörðunar um það hvort það verði fellt niður. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það sé enn í rannsókn. Málið kom fyrst upp árið 2013. Pólskættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Samkvæmt heimildum frá lögreglu hefur sérfræðingur í mansalsmálum frá Suðurnesjum aðstoðað lögregluna við rannsókn málsins og reynt að varpa ljósi á hvort það sé brotið gegn mansalsákvæði laganna eða hvort um einhvers konar fjársvik sé að ræða.
Mansal í Vík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira