Atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga lokið: „Líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 11:33 Hjúkrunarfræðingar hafa almennt verið neikvæðir í garð kjarasamnings við ríkið. Vísir „Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01 Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
„Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00