88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Atli Ísleifsson skrifar 15. júlí 2015 12:42 Samningurinn var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219 Vísir/Vilhelm Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var felldur þar sem 88,4 prósent greiddu atkvæði gegn samningnum. Samningurinn var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219, eða með 88,4% gegn 11,6%. Alls voru 2236 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá. Þar af greiddu 1896 atkvæði, eða 84,8%. „Í kjölfar lagasetningar Alþingis, sem batt enda verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga, var það sameiginleg ákvörðun samninganefndar Fíh, trúnaðarmannaráðs og framkvæmdaráðs stjórnar félagsins að rétt væri að gefa hjúkrunarfræðingum tækifæri til að kjósa um tilboð ríkisins sem þá lá fyrir. Enda taldi samninganefnd Fíh að gerðardómi, sem alþingi fól að ákvarða laun hjúkrunarfræðina, væru settar afar þröngar skorður. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar undirstrikar stuðning hjúkrunarfræðinga við áherslur samninganefndar félagsins um að stjórnvöld verði að bregðast við sanngjörnum kröfum þeirra um að grunnlaun hjúkrunarfræðinga verði sambærileg við aðrar háskólamenntaðar stéttir og markvisst verði dregið úr kynbundnum launamun. Fréttir af uppsögnum hjúkrunarfræðinga á síðustu vikum endurspegla afstöðu þeirra til tilboðs ríkisins en ómögulegt er að reka öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi án þátttöku vel menntaðra hjúkrunarfræðinga. Stjórn Fíh lítur svo á að samningar félagsins við ríkið séu nú lausir. Félagið mun endurmeta stöðuna í ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og fela lögmanni sínum að meta réttarstöðu félagsins gagnvart ríkinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var felldur þar sem 88,4 prósent greiddu atkvæði gegn samningnum. Samningurinn var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219, eða með 88,4% gegn 11,6%. Alls voru 2236 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá. Þar af greiddu 1896 atkvæði, eða 84,8%. „Í kjölfar lagasetningar Alþingis, sem batt enda verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga, var það sameiginleg ákvörðun samninganefndar Fíh, trúnaðarmannaráðs og framkvæmdaráðs stjórnar félagsins að rétt væri að gefa hjúkrunarfræðingum tækifæri til að kjósa um tilboð ríkisins sem þá lá fyrir. Enda taldi samninganefnd Fíh að gerðardómi, sem alþingi fól að ákvarða laun hjúkrunarfræðina, væru settar afar þröngar skorður. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar undirstrikar stuðning hjúkrunarfræðinga við áherslur samninganefndar félagsins um að stjórnvöld verði að bregðast við sanngjörnum kröfum þeirra um að grunnlaun hjúkrunarfræðinga verði sambærileg við aðrar háskólamenntaðar stéttir og markvisst verði dregið úr kynbundnum launamun. Fréttir af uppsögnum hjúkrunarfræðinga á síðustu vikum endurspegla afstöðu þeirra til tilboðs ríkisins en ómögulegt er að reka öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi án þátttöku vel menntaðra hjúkrunarfræðinga. Stjórn Fíh lítur svo á að samningar félagsins við ríkið séu nú lausir. Félagið mun endurmeta stöðuna í ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og fela lögmanni sínum að meta réttarstöðu félagsins gagnvart ríkinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira