Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Bjarki Ármannsson skrifar 15. júlí 2015 19:21 „Þessi tíðindi koma ekki á óvart í ljósi umræðu síðustu vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi meirihluta. Kristján segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa og metur framhald málsins þannig að nú taki gerðardómur við deilunni. Hann segir það koma til greina að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalann, þar sem 258 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu. „Já, það kemur alveg til greina,“ segir Kristján. „Við erum með erlent fólk við störf í heilbrigðiskerfinu og leitum allra leiða, ef svo færi að þetta færi á versta veg. Það er eitt af þeim atriðum sem við höfum rætt við stjórnendur spítalans og hér innan ráðuneytisins.“Mikil óánægja ríkt með samninginn Samningurinn var undirritaður þann 23. júní síðastliðinn og var í samræmi við aðra samninga sem gerðir voru á almenna markaðnum. Hann var í dag felldur með 88 prósentum atkvæða. Almennt ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga eftir að skrifað var undir kjarasamninginn.Sjá einnig: Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnarAlls greiddu 1677 hjúkrunarfræðingar atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur.Vísir/VilhelmAtkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag og var niðurstaðan afgerandi. Alls greiddu 1896 manns atkvæði og var kjörsókn því tæp 85 prósent. Alls greiddu 1677 atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur en 219 greiddu atkvæði með því að samningurinn yrði samþykktur, eða 11,6 prósent.„Enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng og Kristján og segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi umræðunnar undanfarið. „Það var enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu hann,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Hann segir það augljóst að deilan fari fyrir gerðardóm fyrst samningar tókust ekki. Í annarri grein laganna sem stjórnvöld settu á verkfall hjúkrunarfræðinga segir að deilunni verði vísað þangað ef samningur hafi ekki verið „undirritaður“ fyrir 10. júlí. Samningur var þó undirritaður í júní, þó hann hafi ekki verið samþykktur. „Þetta eru bara einhverjir lagalegir loftfimleikar sem menn eru komnir í ef það á að hanga á svona hlutum,“ segir Bjarni. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnti sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið hver þingviljinn var í þessu máli. Annað eru bara útúrsnúningar í mínum huga.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
„Þessi tíðindi koma ekki á óvart í ljósi umræðu síðustu vikna,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi meirihluta. Kristján segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa og metur framhald málsins þannig að nú taki gerðardómur við deilunni. Hann segir það koma til greina að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalann, þar sem 258 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu. „Já, það kemur alveg til greina,“ segir Kristján. „Við erum með erlent fólk við störf í heilbrigðiskerfinu og leitum allra leiða, ef svo færi að þetta færi á versta veg. Það er eitt af þeim atriðum sem við höfum rætt við stjórnendur spítalans og hér innan ráðuneytisins.“Mikil óánægja ríkt með samninginn Samningurinn var undirritaður þann 23. júní síðastliðinn og var í samræmi við aðra samninga sem gerðir voru á almenna markaðnum. Hann var í dag felldur með 88 prósentum atkvæða. Almennt ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunarfræðinga eftir að skrifað var undir kjarasamninginn.Sjá einnig: Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnarAlls greiddu 1677 hjúkrunarfræðingar atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur.Vísir/VilhelmAtkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag og var niðurstaðan afgerandi. Alls greiddu 1896 manns atkvæði og var kjörsókn því tæp 85 prósent. Alls greiddu 1677 atkvæði gegn því að samningurinn yrði samþykktur en 219 greiddu atkvæði með því að samningurinn yrði samþykktur, eða 11,6 prósent.„Enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í svipaðan streng og Kristján og segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi umræðunnar undanfarið. „Það var enginn talsmaður fyrir því að samþykkja þennan samning, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu hann,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Hann segir það augljóst að deilan fari fyrir gerðardóm fyrst samningar tókust ekki. Í annarri grein laganna sem stjórnvöld settu á verkfall hjúkrunarfræðinga segir að deilunni verði vísað þangað ef samningur hafi ekki verið „undirritaður“ fyrir 10. júlí. Samningur var þó undirritaður í júní, þó hann hafi ekki verið samþykktur. „Þetta eru bara einhverjir lagalegir loftfimleikar sem menn eru komnir í ef það á að hanga á svona hlutum,“ segir Bjarni. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnti sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið hver þingviljinn var í þessu máli. Annað eru bara útúrsnúningar í mínum huga.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24