Viðskipti erlent

Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann

Bjarki Ármannsson skrifar
Alexis Tsipras forsætisráðherra.
Alexis Tsipras forsætisráðherra. Vísir/AFP
Gríska þingið samþykkti nú í kvöld að gangast við boði evruríkjanna um lánapakka. Umræðurnar á þinginu höfðu staðið yfir lengi og til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan þinghúsið á meðan.

Gengið var til atkvæða rétt fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma og voru allir þingmenn beðnir um að greiða atkvæði upphátt. Janis Varúfakis, sem rekinn var úr embætti fjármálaráðherra í síðustu viku, var meðal þeirra sem greiddi atkvæði gegn því að samþykkja tilboðið.

Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. Það hlýtur að teljast áhyggjuefni fyrir Alexis Tsipras forsætisráðherra að rúmlega þrjátíu þingmenn Syriza flokksins, sem Tsipras leiðir, greiddu atkvæði gegn því að samþykkja pakkann, þvert á það sem hann hafði hvatt þá til að gera.


Tengdar fréttir

Grikkir milli steins og sleggju

Gríska þingið stendur frami fyrir gríðarlega erfiðum ákvörðunum í kvöld. Tsipras segist samþykkja lánapakka með hníf við hálsinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×