„Fullkomið tómlæti“ og „óskiljanleg vinnubrögð“ ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2015 12:28 Páll Halldórsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir í dómsal í morgun. vísir/gva Það var nánast setið í hverju einasta sæti þegar aðalmeðferð í máli BHM gegn ríkinu hófst í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Voru þar komnir fulltrúar þeirra félaga sem fóru í verkföll í apríl síðasliðnum en ríkið batt enda á verkföllin þann 13. júní með lagasetningu. BHM vill meina að með lagasetningunni hafi ríkið brotið gegn stjórnarskráðvörðum réttindum stéttarfélaga til að standa að gerð kjarasamninga. Þá hafi einnig verið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en í 11. grein hans er kveðið á um rétt manna til að mynda félög, þar með talin stéttarfélög til að vernda hagsmuni sína. BHM gerir þær kröfur annars vegar að stéttarfélögum innan bandalagsins verði heimilt að fara í verkfall og hins vegar að kaup og kjör félagsmanna verði ekki ákveðin af gerðardómi, eins og lögin gera ráð fyrir.Viðræðurnar „störukeppni“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði fyrir dómi í dag að það hefði komið á óvart hversu mikil kyrrstaða var í viðræðunum eftir að verkföll félagsmanna BHM hófust þann 9. apríl. Ekki hafi komist hreyfing á viðræðurnar fyrr en í byrjun maí en fram að því hafði ríkið ekki boðið meira en 3,5 prósent hækkun. Talan hafi svo hækkað í rúm 4 prósent. „Að lokum verður það ljóst að það á ekki að semja við BHM sjálfstætt heldur liggur fyrir rammi frá almenna markaðnum sem á að fara eftir. Ég upplifði þessar viðræður sem störukeppni og að einhverju leyti verð ég að segja að vinnubrögð ríkisins voru mér óskiljanleg,“ sagði Þórunn fyrir dómi í dag.Ekkert annað í boði en það sem samið var um á vinnumarkaði Eins og gefur að skilja var nokkur samhljómur með orðum Þórunnar og svo Páls Halldórssonar sem var formaður BHM áður en Þórunn tók við af honum þann 22. apríl. Hann hélt áfram störfum sem formaður samninganefndar bandalagsins þar til hún lét af störfum í seinustu viku þegar kjaradeilan fór í gerðardóm. Páll sagði að af hálfu ríkisins hafi aldrei verið neitt annað í boði en það sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu samið um. Hann sagði ríkið hafa sýnt „fullkomið tómlæti“ við framgang viðræðnanna við BHM. „Viðsemjandinn var ekki tilbúinn til að vinda ofan af málinu í fyrrahaust. Okkur varð það alveg ljóst að ef við gerðum ekkert frekar yrði lendingin 3,5 prósenta hækkun,“ sagði Páll. Hann kvað kröfur BHM ekki einfaldar en að þær hafi snúið að launhækkunum og svo uppbyggingu launakerfisins. Aðalkrafan var sú að menntun yrði metin til launa.Vísaði í nýgerða kjarasamninga blaðamanna Ekkert annað hafi hins vegar verið í boði nema 3,5 prósent þar til um miðjan maí þegar ríkið hafi hækkað sig í 4,5 prósent. Sagði Páll að það hafi verið vegna þess að þá hefðu birst opinberlega tilboð sem Samtök atvinnulífsins voru með á borðinu. Í þessu samhengi gerði Páll að umtalsefni nýgerða kjarasamninga Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. „Blaðamenn eru með taxtakerfi eins og BHM. Nýr samningur þeirra gengur út á að taxtinn hækki um 40 þúsund krónur og ef þetta er yfirfært á BHM þá þýðir þetta 8,2-8,3 prósent hækkun á sama tíma. Þannig að almenni markaðurinn tekur greinlega ekki mark á þessu sjálfur,“ sagði Páll og átti þar við rammann sem ríkið taldi sig þurfa að fara eftir vegna samninga á almennum vinnumarkaði. Áætlað er að aðalmeðferð málsins ljúki í dag en það fær sérstaka flýtimeðferð fyrir dómstólum. Vaninn er sá að kveða skuli upp dóm innan fjögurra vikna eftir að mál er dómtekið en gera má ráð fyrir að niðurstaða í þessu máli liggi fyrr fyrir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31 Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11 Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Það var nánast setið í hverju einasta sæti þegar aðalmeðferð í máli BHM gegn ríkinu hófst í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Voru þar komnir fulltrúar þeirra félaga sem fóru í verkföll í apríl síðasliðnum en ríkið batt enda á verkföllin þann 13. júní með lagasetningu. BHM vill meina að með lagasetningunni hafi ríkið brotið gegn stjórnarskráðvörðum réttindum stéttarfélaga til að standa að gerð kjarasamninga. Þá hafi einnig verið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en í 11. grein hans er kveðið á um rétt manna til að mynda félög, þar með talin stéttarfélög til að vernda hagsmuni sína. BHM gerir þær kröfur annars vegar að stéttarfélögum innan bandalagsins verði heimilt að fara í verkfall og hins vegar að kaup og kjör félagsmanna verði ekki ákveðin af gerðardómi, eins og lögin gera ráð fyrir.Viðræðurnar „störukeppni“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði fyrir dómi í dag að það hefði komið á óvart hversu mikil kyrrstaða var í viðræðunum eftir að verkföll félagsmanna BHM hófust þann 9. apríl. Ekki hafi komist hreyfing á viðræðurnar fyrr en í byrjun maí en fram að því hafði ríkið ekki boðið meira en 3,5 prósent hækkun. Talan hafi svo hækkað í rúm 4 prósent. „Að lokum verður það ljóst að það á ekki að semja við BHM sjálfstætt heldur liggur fyrir rammi frá almenna markaðnum sem á að fara eftir. Ég upplifði þessar viðræður sem störukeppni og að einhverju leyti verð ég að segja að vinnubrögð ríkisins voru mér óskiljanleg,“ sagði Þórunn fyrir dómi í dag.Ekkert annað í boði en það sem samið var um á vinnumarkaði Eins og gefur að skilja var nokkur samhljómur með orðum Þórunnar og svo Páls Halldórssonar sem var formaður BHM áður en Þórunn tók við af honum þann 22. apríl. Hann hélt áfram störfum sem formaður samninganefndar bandalagsins þar til hún lét af störfum í seinustu viku þegar kjaradeilan fór í gerðardóm. Páll sagði að af hálfu ríkisins hafi aldrei verið neitt annað í boði en það sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu samið um. Hann sagði ríkið hafa sýnt „fullkomið tómlæti“ við framgang viðræðnanna við BHM. „Viðsemjandinn var ekki tilbúinn til að vinda ofan af málinu í fyrrahaust. Okkur varð það alveg ljóst að ef við gerðum ekkert frekar yrði lendingin 3,5 prósenta hækkun,“ sagði Páll. Hann kvað kröfur BHM ekki einfaldar en að þær hafi snúið að launhækkunum og svo uppbyggingu launakerfisins. Aðalkrafan var sú að menntun yrði metin til launa.Vísaði í nýgerða kjarasamninga blaðamanna Ekkert annað hafi hins vegar verið í boði nema 3,5 prósent þar til um miðjan maí þegar ríkið hafi hækkað sig í 4,5 prósent. Sagði Páll að það hafi verið vegna þess að þá hefðu birst opinberlega tilboð sem Samtök atvinnulífsins voru með á borðinu. Í þessu samhengi gerði Páll að umtalsefni nýgerða kjarasamninga Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. „Blaðamenn eru með taxtakerfi eins og BHM. Nýr samningur þeirra gengur út á að taxtinn hækki um 40 þúsund krónur og ef þetta er yfirfært á BHM þá þýðir þetta 8,2-8,3 prósent hækkun á sama tíma. Þannig að almenni markaðurinn tekur greinlega ekki mark á þessu sjálfur,“ sagði Páll og átti þar við rammann sem ríkið taldi sig þurfa að fara eftir vegna samninga á almennum vinnumarkaði. Áætlað er að aðalmeðferð málsins ljúki í dag en það fær sérstaka flýtimeðferð fyrir dómstólum. Vaninn er sá að kveða skuli upp dóm innan fjögurra vikna eftir að mál er dómtekið en gera má ráð fyrir að niðurstaða í þessu máli liggi fyrr fyrir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31 Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11 Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í Eldhúsdagsumræðum. 1. júlí 2015 20:31
Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi. 2. júlí 2015 10:11
Gerðardómur setur starfsreglur BHM og samninganefnd ríkisins gert að skila greinagerð fyrir föstudag. 4. júlí 2015 07:00