Viðskipti erlent

Lítill tími til stefnu fyrir Grikki

Samúel Karl Ólason skrifar
Alexis Tsipras og Euclides Tsakalotos, nýr fjármálaráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras og Euclides Tsakalotos, nýr fjármálaráðherra Grikklands. Vísir/EPA
Seðlabanki Evrópu neitað í gær að auka aðstoð við gríska banka og án samninga um neyðaraðstoð stendur bankakerfi Grikklands fyrir hruni. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi takmarkað hve mikið Grikkir geti tekið út úr bönkum er gífurlegur skortur á lausafé.

Fjármálaráðherrar evrusamstarfsins munu funda um málið í dag og í kvöld munu 19 leiðtogar evruríkjanna einnig funda. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, verður á fundinum í kvöld.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, funduðu í gær um skuldavanda Grikkja. Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi og Merkel sagði nauðsynlegt að stjórnvöld í Grikklandi myndu setja fram tilboð í þessari viku.

Ástandið í Grikklandi hefur haft neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði um allan heim, en þó minni áhrif en margir óttuðust samkvæmt AP fréttaveitunni.


Tengdar fréttir

Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag

Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×