Míkrónesía með markatöluna 0-114 í þremur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 11:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn. Fótbolti Míkrónesía Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn.
Fótbolti Míkrónesía Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira