Viðskipti erlent

Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Euclid Tsakalotos, nýr fjármálaráðherra Grikklands, er hér í miðið ásamt fjármálaráðherrum Frakklands og Hollands.
Euclid Tsakalotos, nýr fjármálaráðherra Grikklands, er hér í miðið ásamt fjármálaráðherrum Frakklands og Hollands. vísir/epa
Engar nýjar tillögur komu fram frá Grikklandi á fundi sem fjármálaráðherrar evruríkjanna héldu í dag. Þetta segir Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu á Twitter, og bætir við að þetta hjálpi ekki fundinum í kvöld þar sem leiðtogar evruríkjanna munu koma saman og ræða fjárhagsvanda gríska ríkisins. 

Grikkir héldu kynningu á fundi fjármálaráðherranna í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um eftir að gríska þjóðin hafnaði samningstilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn.

Fram kemur í frétt BBC að gríska ríkisstjórnin ætli ef til vill að leggja fram nýjar tillögur á morgun. Þó er ljóst að ástandið er afar viðkvæmt því haft er eftir öðrum heimildamanni að ef að Grikkir leggi í raun eitthvað formlegt fram á morgun þá muni enginn vilja lesa það hvort sem er.

Talið er að Alexis Tsipras muni leggja til allt að 30% skuldaniðurfærslu ríkisins. Tsipras mun hitta Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Francoise Hollande, Frakklandsforseta, áður en leiðtogafundurinn hefst í kvöld.


Tengdar fréttir

Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag

Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×