Óljós staða í deilum Rafiðnaðarsambandsins og SA Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2015 21:56 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var staddur í árlegri útilegu sambandsins á Apavatni þegar Vísir náði tali af honum. vísir/GVA Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00
Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09
Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09
„SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00