Jordan Spieth sigraði á US Open eftir ótrúlega dramatík Kári Örn Hinriksson skrifar 22. júní 2015 12:45 Spieth fagnar mikilvægum fugli á 16. holu í kvöld. Getty Dramamatíkin verður vart meiri heldur en hún var á lokaholunum á US Open sem kláraðist í kvöld en Jordan Spieth tryggði sér sinn annan risatitil í röð eftir að hafa leikið holurnar 72 á Chambers Bay á fimm höggum undir pari. Á eftir honum komu þeir Louis Oosthuizen og Dustin Johnson á fjórum höggum undir en sá síðarnefndi var með pálmann í höndunum þegar að hann labbaði inn á flötina á 18. holu enda hafði hann rúmlega fjögurra metra pútt fyrir erni og til þess að sigra á mótinu. Taugarnar fóru þó illa með Johnson sem þrípúttaði á einhvern ótrúlegan hátt en hann fékk að lokum bara par á holuna sem tryggði hinum 21 árs gamla Spieth titilinn.Adam Scott, Cameron Smith og Branden Grace deildu fjórða sætinu á þremur höggum undir pari en Grace hafði leikið frábært golf á lokahringnum áður en hann sló boltann út fyrir vallarmörk á 16. holu sem kostaði hann tvöfaldan skolla. Þá gerði Rory McIlroy einnig atlögu að titlinum en hann var átta höggum frá efstu mönnum fyrir lokahringinn. McIlroy fékk hvern fuglinn á fætur öðrum og var um tíma kominn í toppbaráttuna en tveir skollar seint á hringnum urðu til þess að hann datt aftur niður skortöfluna. Jordan Spieth er yngsti kylfingurinn til þess að sigra á US Open síðan að Bobby Jones gerði það árið 1923 en ljóst er að þessi magnaði kylfingur er kominn til að vera á toppnum í mörg ár. Golf Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Dramamatíkin verður vart meiri heldur en hún var á lokaholunum á US Open sem kláraðist í kvöld en Jordan Spieth tryggði sér sinn annan risatitil í röð eftir að hafa leikið holurnar 72 á Chambers Bay á fimm höggum undir pari. Á eftir honum komu þeir Louis Oosthuizen og Dustin Johnson á fjórum höggum undir en sá síðarnefndi var með pálmann í höndunum þegar að hann labbaði inn á flötina á 18. holu enda hafði hann rúmlega fjögurra metra pútt fyrir erni og til þess að sigra á mótinu. Taugarnar fóru þó illa með Johnson sem þrípúttaði á einhvern ótrúlegan hátt en hann fékk að lokum bara par á holuna sem tryggði hinum 21 árs gamla Spieth titilinn.Adam Scott, Cameron Smith og Branden Grace deildu fjórða sætinu á þremur höggum undir pari en Grace hafði leikið frábært golf á lokahringnum áður en hann sló boltann út fyrir vallarmörk á 16. holu sem kostaði hann tvöfaldan skolla. Þá gerði Rory McIlroy einnig atlögu að titlinum en hann var átta höggum frá efstu mönnum fyrir lokahringinn. McIlroy fékk hvern fuglinn á fætur öðrum og var um tíma kominn í toppbaráttuna en tveir skollar seint á hringnum urðu til þess að hann datt aftur niður skortöfluna. Jordan Spieth er yngsti kylfingurinn til þess að sigra á US Open síðan að Bobby Jones gerði það árið 1923 en ljóst er að þessi magnaði kylfingur er kominn til að vera á toppnum í mörg ár.
Golf Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira