Algjört frost í kjaraviðræðum BHM og ríkisins Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. júní 2015 14:24 Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM. Síðasti samningafundur í kjaradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ólíklegt að sáttasemjari boði til fundar fyrir mánaðamót. „Það væri þá aðeins ef að samninganefnd ríkisins kæmi að borðinu með nýtt tilboð,“ segir Þórunn. Með lögum á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM verður kjaradeilunni vísað í gerðardóm þann 1. júlí næstkomandi. Þannig er útlit fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá einstaklinga í gerðardóm og þeir munu ákveða kjör félagsmanna BHM. „Dómurinn ákveður laun félaga í BHM fyrir 15. ágúst en á það ber að líta að við höfum stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og ætlum að reyna að hnekkja henni.“ Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og hefur þegar verið þingfest. Málflutningur fer fram í byrjun næstu viku. „Í rauninni er búið að setja gerðardómi fyrir við hvað eigi að miða og hvernig eigi að setja niður laun félaga í BHM þannig að það má svo sem segja að hljóðið í okkar fólki sé jafnslæmt og það var þá. Það er ljóst að annar samningsaðilinn setti þessi lög til þess að reyna að lögleiða sitt tilboð, við sjáum ekki betur.“ Hún segir BHM hafa reynt að leiða ríkinu það fyrir sjónir að það og félagsmenn BHM hafi sameiginlega hagsmuni af því að meta menntun til launa, greiða fólki mannsæmandi laun og halda háskólamenntuðum í starfi á Íslandi. „En svo virðist sem að ríkið meti það með öðrum hætti.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32 Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM. Síðasti samningafundur í kjaradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ólíklegt að sáttasemjari boði til fundar fyrir mánaðamót. „Það væri þá aðeins ef að samninganefnd ríkisins kæmi að borðinu með nýtt tilboð,“ segir Þórunn. Með lögum á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM verður kjaradeilunni vísað í gerðardóm þann 1. júlí næstkomandi. Þannig er útlit fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá einstaklinga í gerðardóm og þeir munu ákveða kjör félagsmanna BHM. „Dómurinn ákveður laun félaga í BHM fyrir 15. ágúst en á það ber að líta að við höfum stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og ætlum að reyna að hnekkja henni.“ Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og hefur þegar verið þingfest. Málflutningur fer fram í byrjun næstu viku. „Í rauninni er búið að setja gerðardómi fyrir við hvað eigi að miða og hvernig eigi að setja niður laun félaga í BHM þannig að það má svo sem segja að hljóðið í okkar fólki sé jafnslæmt og það var þá. Það er ljóst að annar samningsaðilinn setti þessi lög til þess að reyna að lögleiða sitt tilboð, við sjáum ekki betur.“ Hún segir BHM hafa reynt að leiða ríkinu það fyrir sjónir að það og félagsmenn BHM hafi sameiginlega hagsmuni af því að meta menntun til launa, greiða fólki mannsæmandi laun og halda háskólamenntuðum í starfi á Íslandi. „En svo virðist sem að ríkið meti það með öðrum hætti.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32 Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32
Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20
Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00