Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:40 Birkir Bjarnason á æfingu í dag. vísir/ernir Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara á Ítalíu og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat ekki tekið þátt í mikilvægum leik síns félagsliðs í gær. Íslenska landsliðið kallaði hann heim svo hann missti af seinni umspilsleik Pescara gegn Bologna um sæti í A-deildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór 1-1 á heimavelli Bologna og komst Bologna þannig áfram. "Ég horfði bara á leikinn í tölvunni á streymi," sagði Birkir léttur við Vísi á æfingu landsliðsins í morgun. "Þetta var spennandi leikur, en þó hann hafi ekki farið eins og við vonuðum þá var þetta fínt tímabil fyrir okkur."Ánægður að vera á Íslandi Ástæða þess að Bologna komst áfram á jafntefli eftir tvo leiki er sú að liðið hafnaði ofar í deildinni, en mið er tekið af því í stað þess að fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni. "Ég skil þetta alveg. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni þannig það er skiljanlegt að þeir njóti góðs af því.," segir Birkir, en hvernig var að geta ekki spilað þennan leik? "Það var allt í lagi. Það var lítið sem ég gat gert því landsliðið átti rétt á að kalla mig heim og gerði það. Ég er bara ánægður að vera hérna á Íslandi og spila þennan leik á föstudaginn."Stuðningsmennirnir Blóðheitir Stuðningsmenn Pescara voru brjálaðir og létu Knattspyrnusambands Íslands heyra það á Facebook í gærkvöldi þar sem sambandinu var meðal annars líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS. "Þeir eru blóðheitir og láta heyra í sér. Það er bara fínt að vita að þeir söknuðu mín," sagði Birkir og brosti, en hann spilaði vel á tímabilinu og skoraði mikið af mörkum. "Mér gekk mjög vel eftir jól og skoraði ellefu mörk. Í heildina var þetta mjög gott tímabil," sagði hann. Birkir er samningslaus hjá Pescara og óvíst er hvað verður um hann í sumar. "Ég veit ekki hvað gerist, við verðum bara að sjá til. Ég skoða hvað kemur upp í sumar og svo gerist það sem gerist," sagði Birkir, en kemur til greina að yfirgefa Ítalíu? "Ég skoða hvað sem er og svo sjáum við til. Ég hef það fínt á Ítalíu en ég get alveg fært mig eitthvað annað."Náðu að stoppa okkar spil Ísland mætir Tékklandi á föstudaginn í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016, en sigur hjá okkar strákum yrði risastórt skref í átt að Frakklandi. En hvað var það sem Tékkarnir gerðu svona vel þegar liðin mættust síðast? "Þeir spiluðu mjög góðan og taktískan leik síðast á móti okkur. Við reynum að læra af því hvernig þeir náðu að stoppa okkar spil. Við erum búnir að fara í gegnum það mjög vel og gerum það áfram fram að leik," sagði Birkir. Hann fagnar því að lykilmenn liðsins séu allir í góðu formi og mæta til leiks eftir flott tímabil í sínum deildum. "Það eru flestallir að spila í sínum liðum. Það eru allir í góðu formi og að spila vel þannig þetta lítur vel út," sagði Birkir Bjarnason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00 Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara á Ítalíu og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat ekki tekið þátt í mikilvægum leik síns félagsliðs í gær. Íslenska landsliðið kallaði hann heim svo hann missti af seinni umspilsleik Pescara gegn Bologna um sæti í A-deildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór 1-1 á heimavelli Bologna og komst Bologna þannig áfram. "Ég horfði bara á leikinn í tölvunni á streymi," sagði Birkir léttur við Vísi á æfingu landsliðsins í morgun. "Þetta var spennandi leikur, en þó hann hafi ekki farið eins og við vonuðum þá var þetta fínt tímabil fyrir okkur."Ánægður að vera á Íslandi Ástæða þess að Bologna komst áfram á jafntefli eftir tvo leiki er sú að liðið hafnaði ofar í deildinni, en mið er tekið af því í stað þess að fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni. "Ég skil þetta alveg. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni þannig það er skiljanlegt að þeir njóti góðs af því.," segir Birkir, en hvernig var að geta ekki spilað þennan leik? "Það var allt í lagi. Það var lítið sem ég gat gert því landsliðið átti rétt á að kalla mig heim og gerði það. Ég er bara ánægður að vera hérna á Íslandi og spila þennan leik á föstudaginn."Stuðningsmennirnir Blóðheitir Stuðningsmenn Pescara voru brjálaðir og létu Knattspyrnusambands Íslands heyra það á Facebook í gærkvöldi þar sem sambandinu var meðal annars líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS. "Þeir eru blóðheitir og láta heyra í sér. Það er bara fínt að vita að þeir söknuðu mín," sagði Birkir og brosti, en hann spilaði vel á tímabilinu og skoraði mikið af mörkum. "Mér gekk mjög vel eftir jól og skoraði ellefu mörk. Í heildina var þetta mjög gott tímabil," sagði hann. Birkir er samningslaus hjá Pescara og óvíst er hvað verður um hann í sumar. "Ég veit ekki hvað gerist, við verðum bara að sjá til. Ég skoða hvað kemur upp í sumar og svo gerist það sem gerist," sagði Birkir, en kemur til greina að yfirgefa Ítalíu? "Ég skoða hvað sem er og svo sjáum við til. Ég hef það fínt á Ítalíu en ég get alveg fært mig eitthvað annað."Náðu að stoppa okkar spil Ísland mætir Tékklandi á föstudaginn í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016, en sigur hjá okkar strákum yrði risastórt skref í átt að Frakklandi. En hvað var það sem Tékkarnir gerðu svona vel þegar liðin mættust síðast? "Þeir spiluðu mjög góðan og taktískan leik síðast á móti okkur. Við reynum að læra af því hvernig þeir náðu að stoppa okkar spil. Við erum búnir að fara í gegnum það mjög vel og gerum það áfram fram að leik," sagði Birkir. Hann fagnar því að lykilmenn liðsins séu allir í góðu formi og mæta til leiks eftir flott tímabil í sínum deildum. "Það eru flestallir að spila í sínum liðum. Það eru allir í góðu formi og að spila vel þannig þetta lítur vel út," sagði Birkir Bjarnason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00 Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00
Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28
Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30