Búist við lögum á verkföllin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 19:04 Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Flest bendir til að lög verði sett á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og fjölmargra félaga innan Bandalags háskólamanna á morgun. Ekkert var fundað vegna verkfallanna í dag en þau eru farin að hafa verulega mikil áhrif á sjúkrahús landsins og ýmsar aðrar stofnanir. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrradag að viðsemjendur hefðu fram á gærdaginn til að ná samningum. Ástandið á spítölunum þyldi ekki aðgerðir BHM og hjúkrunarfræðinga öllu lengur og landlæknir hefur ítrekað tekið undir þessi sjónarmið. Félagsmenn BHM og hjúkrunarfræðinga voru boðaðir með skömmum fyrirvara til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi í dag en það slitnaði upp úr viðræðum beggja í gærkvöldi. Verkfall BHM hefur nú staðið í um níu vikur og er þegar orðið eitt lengsta verkfall Íslandssögunnar. Það er ekkert að gerast í viðræðunum að sögn Páls Halldórssonar formanns samninganefndar BHM. En það slitnaði upp úr viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi.Voru ykkur settir úrslitakostir í gær?„Það hafa legið hótanir í loftinu núna um nokkurt skeið. Ég get ekki sagt að við höfum fengið úrslitakosti en við gerðum okkur grein fyrir því að það var ekkert í boði að hálfu ríkisins í gær,“ segir Páll. Það eina sem ríkið bjóði sé það sem Samtök atvinnulífsins sömdu nýverið um við Starfsgreinasambandið, Flóann og Verslunarmenn. Jafnvel var búist við frumvarpi um lög á verkföllin í dag en í kvöld lýkur Alþingi fyrstu umræðu um haftafrumvörp fjármálaráðherra. Ekki er ósennilegt að lagasetning verði ákveðin á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.Eruð þið að búast við því að á hverri stundu verði sett lög á þessa vinnudeilu?„Það er alla vega verið að hóta með því leynt og ljóst. Við vonum auðvitað að við fáum að semja um lausn á deilunni og erum tilbúin að mæta við samningaborðið hvenær sem er,“ segir Páll. Verkfall ýmissa hópa innan BHM hefur áhrif á sjúkrahúsunum en auðvitað aðallega verkfall hjúkrunarfræðinga sem nú er búið að standa í á þriðju viku. Ólafur S. Skúlason segir að nú þegar sé farinn að bresta flótti á hjúkrunarfræðinga. „Já eftir því sem raddir um lög verða háværari hef ég heyrt á mínum félagsmönnum að þeir eru farnir að horfa annað. Meðal annars til útlanda. Ég hef haft fregnir af því að fólk sé þegar farið að segja upp. Við höfum mörg undanfarin ár fengið mörg atvinnutilboð í hverri viku frá útlöndum. Ég veit um eina sem hafði samband til Svíþjóðar í vikunni og fékk vinnu á staðnum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira