Samþykkt að setja lög á verkföll Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 21:12 Ríkisstjórn Íslands vísir/vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar um klukkan átta í kvöld þar sem samþykkt var leggja fram frumvarp sem stöðvar verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ráðherrar í ríkisstjórn vörðust allra fregna að loknum fundi en Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, sagði þó löngu tímabært að verkföllum lyki. Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa verið upplýstir um þetta frumvarp en þing kemur saman í fyrramálið en ekki klukkan hálf eitt eins og dagskrá þingsins gerði ráð fyrir. Vegna þessara breytinga verður enginn reglulegur ríkisstjórnarfundur á morgun.Uppfært klukkan 21:20: Nú fyrir stundu barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu vegna málsins sem má lesa hér fyrir neðan:Verkfallsaðgerðum verði frestaðRíkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í kvöld að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 1. júlí 2015 verkfallsaðgerðum einstakra aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til umfjöllunar og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi eins skjótt og unnt er.Í frumvarpinu er verkfallsaðgerðum frestað til 1. júlí næstkomandi og aðilum falið að nýta þann tíma til að ná samkomulagi á farsælan hátt, ella fari kjaradeilan í gerðardóm. Ljóst er að við óbreytt ástand verður ekki búið enda þykir sýnt að núverandi aðstæður skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga. Í ljósi þeirra gagna sem Embætti landlæknis hefur aflað sér frá heilbrigðisstofnunum og frá einstökum sjúklingum er ljóst að alvarleiki málsins er mikill gagnvart öryggi sjúklinga. Í minnisblaði Embættis landlæknis til ríkisstjórnarinnar, dags 4. júní sl. segir: ,,Verkföllum verður að ljúka tafarlaust, ef ekki á illa að fara. Það ástand sem hefur skapast er óþolandi og kemur til með að valda óbætanlegu tjóni fyrir fjölda sjúklinga og skaða heilbrigðisþjónustuna bæði til skamms tíma og til lengri tíma litið. Stjórnvöld bera nú ábyrgð á því að ljúka þessu ástandi með einum eða öðrum hætti.“Þá er ljóst að deilan hefur valdið nokkrum atvinnugreinum miklum búsifjum og ljóst að óbreytt ástand mun valda miklum skaða. Verkfallsaðgerðir hjá sýslumannsembættum og dýralæknum koma niður á réttindum annarra og hafa neikvæð áhrif á ráðstöfun eigna, viðskipti og framleiðslu svo fátt eitt sé nefnt.Stjórnvöld standa frammi fyrir þeim erfiða kosti að grípa inn í kjaramál deiluaðila og sú ákvörðun er ekki léttvæg. Til grundvallar þeirri ákvörðun liggur það mat deiluaðila og ríkissáttasemjara að ekki séu forsendur fyrir samningum eða frekari fundarhöldum eins og málin standa nú og lausn sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til samninga. Einnig er ljóst að ekki tókst að ná sátt um skipun sérstakrar sáttanefndar sem hefði umboð til að grípa inn í deiluna. Að mati ríkisstjórnarinnar verður því ekki undan því vikist að Alþingi bregðist við eins fljótt og auðið er. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar um klukkan átta í kvöld þar sem samþykkt var leggja fram frumvarp sem stöðvar verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ráðherrar í ríkisstjórn vörðust allra fregna að loknum fundi en Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, sagði þó löngu tímabært að verkföllum lyki. Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa verið upplýstir um þetta frumvarp en þing kemur saman í fyrramálið en ekki klukkan hálf eitt eins og dagskrá þingsins gerði ráð fyrir. Vegna þessara breytinga verður enginn reglulegur ríkisstjórnarfundur á morgun.Uppfært klukkan 21:20: Nú fyrir stundu barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu vegna málsins sem má lesa hér fyrir neðan:Verkfallsaðgerðum verði frestaðRíkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í kvöld að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 1. júlí 2015 verkfallsaðgerðum einstakra aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til umfjöllunar og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi eins skjótt og unnt er.Í frumvarpinu er verkfallsaðgerðum frestað til 1. júlí næstkomandi og aðilum falið að nýta þann tíma til að ná samkomulagi á farsælan hátt, ella fari kjaradeilan í gerðardóm. Ljóst er að við óbreytt ástand verður ekki búið enda þykir sýnt að núverandi aðstæður skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga. Í ljósi þeirra gagna sem Embætti landlæknis hefur aflað sér frá heilbrigðisstofnunum og frá einstökum sjúklingum er ljóst að alvarleiki málsins er mikill gagnvart öryggi sjúklinga. Í minnisblaði Embættis landlæknis til ríkisstjórnarinnar, dags 4. júní sl. segir: ,,Verkföllum verður að ljúka tafarlaust, ef ekki á illa að fara. Það ástand sem hefur skapast er óþolandi og kemur til með að valda óbætanlegu tjóni fyrir fjölda sjúklinga og skaða heilbrigðisþjónustuna bæði til skamms tíma og til lengri tíma litið. Stjórnvöld bera nú ábyrgð á því að ljúka þessu ástandi með einum eða öðrum hætti.“Þá er ljóst að deilan hefur valdið nokkrum atvinnugreinum miklum búsifjum og ljóst að óbreytt ástand mun valda miklum skaða. Verkfallsaðgerðir hjá sýslumannsembættum og dýralæknum koma niður á réttindum annarra og hafa neikvæð áhrif á ráðstöfun eigna, viðskipti og framleiðslu svo fátt eitt sé nefnt.Stjórnvöld standa frammi fyrir þeim erfiða kosti að grípa inn í kjaramál deiluaðila og sú ákvörðun er ekki léttvæg. Til grundvallar þeirri ákvörðun liggur það mat deiluaðila og ríkissáttasemjara að ekki séu forsendur fyrir samningum eða frekari fundarhöldum eins og málin standa nú og lausn sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til samninga. Einnig er ljóst að ekki tókst að ná sátt um skipun sérstakrar sáttanefndar sem hefði umboð til að grípa inn í deiluna. Að mati ríkisstjórnarinnar verður því ekki undan því vikist að Alþingi bregðist við eins fljótt og auðið er.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36
Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22
Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21