Fótbolti

Lagerbäck-ævintýri strákanna okkar | Sjáið öll mörkin hingað til

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna hér marki á móti Hollandi.
Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna hér marki á móti Hollandi. Vísir/Valli
Íslenska fótboltalandsliðið verður enn á ný í sviðsljósinu í kvöld þegar liðið mætir Tékklandi í toppslag A-riðils undankeppni EM í Frakklandi 2016.

Leikurinn við Tékka, sem eru einu stigi ofar í töflunni, fer fram á troðfullum Laugardalsvellinum og hefst hann klukkan 18.45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi og það verður fjallað ítarlega um það sem gerist auk viðtala við íslensku strákanna eftir leik.

Svíinn Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu 2012 og hefur í samvinnu við Heimi Hallgrímsson komið íslenska landsliðinu lengra en nokkru sinnum fyrr.

Íslenska liðið var hársbreidd frá því að komast á HM 2014 þegar liðið fór alla leið í umspilsleiki á móti Króatíu og íslenska liðið hefur síðan byggt ofan á það með mjög flottri byrjun á undankeppni EM.

Það bíða margir spenntir eftir leik kvöldsins og það er góð leið að koma sér í gírinn með því að rifja aðeins upp Lagerbäck-ævintýri strákanna okkar, ævintýri sem er vonandi bara rétt að byrja.

Hér fyrir neðan má sjá myndband með öllum mörkum íslenska landsliðsins í undankeppnunum tveimur þar sem íslenska landsliðið hefur komið sér í heimsfréttirnar með frábærri frammistöðu. Stefán Snær Geirmundsson setti þetta skemmtilega myndband saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×