Fótbolti

Arnór um Aron: Hann er orðinn betri bróðir líka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson með íslenska liðinu í Katar.
Arnór Þór Gunnarsson með íslenska liðinu í Katar. vísir/eva björk
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur átt einstaklega gott ár.

Hann festi aftur sæti sitt í byrjunarliði Cardiff og spilaði nær alla leiki liðsins í B-deildinni, hann er að spila sína langbestu landsleiki á ferlinum í undankeppni EM 2016 og þá eignaðist hann sitt fyrsta barn með kærustu sinni á dögunum.

„Hann er orðinn betri bróðir líka,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir Arons, og hló þegar Vísir spurði hann út Aron Einar á blaðamannafundi handknattleikslandsliðsins í dag.

Sjá einnig:Þolir ekki fólk sem smjattar og getur ekki sofið í nærbuxum

Arnór, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni í handbolta og er fastamaður í íslenska landsliðinu, segir þá bræður standa saman.

„Það er bara flott að fylgjast með honum og hann fylgist með mér líka,“ sagði Arnór Þór.

„Við styðjum hvorn annan í þessu 100 prósent. Ég mæti á leikinn í kvöld og hann mætir á leikinn hjá mér á sunnudaginn.“

„Það er gaman að sjá hann spila og gaman að hann sé orðinn pabbi. Svo náttúrlega gaman að vera orðinn frændi líka.“

„Það gengur allt frábærlega hjá honum og það er gaman að fylgjast með hversu vel honum gengur,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson.


Tengdar fréttir

Aron: Enginn í hefndarhug

Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi en leikurinn í kvöld snýst bara um stigin þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×