Mikil reiði meðal verkfallsfólks vegna laganna Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:00 vísir/stefán Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið. Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið.
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira