Aron Einar: Er gryfja þrátt fyrir hlaupabrautina Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2015 21:36 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var hrikalega ánægður með 2-1 sigur Íslands á Tékkum fyrr í kvöld, en með sigrinum er Ísland komið á topp A-riðils. „Þetta var virkilega góður og sætur sigur. Baráttan og íslenska geðveikan skóp þennan sigur,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok. „Við vissum alltaf að við myndum skora mark. Þrátt fyrir að við höfum fengið á okkur mark þá héldum við alltaf áfram og í rauninni vorum við betri en þeir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins, en við héldum áfram og gerðum virkilega vel að ná stigunum þremur.” „Við ætluðum að keyra á þá strax. Við ætluðum að reyna fá mark eins fljótt og auðið var. Virkilega jákvæður og góður sigur. Þetta var mjög sterkur sigur og við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum að bæta fyrir leikinn úti og gerðum það.” Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi 2-1 úti í Plzen og náði því að hefna fyrir það tap í Laugardalnum í kvöld. „Góð spurning. Ég held að við höfum bara komið betur undirbúnir fyrir þennan leik þrátt fyrir að við höfum undirbúið okkur vel fyrir síðasta leik. Einhvernveginn komu þeir okkur á óvart úti og við áttum engin svör, en í dag voru bara sterkari aðilinn,” en var þetta mikilvægasta mark Arons fyrir landsliðið? „Já, ég er nú ekki kominn með mörg svo það segir sig sjálft,” sagði Aron og glotti. Hann segist hafa æft framherjastöðuna með Þór á sínum tíma: „Ég spilaði striker í gamla daga og lærði það í denn þegar maður æfði með Þór. Ég sá að Ari var að munda sinn frábæra vinstri fót og beið á fjær og reyndi að halda mér réttstæðum. Ég ákvað að skalla boltann niður og þetta fór í fjærhornið. Virkilega sáttur.” Aron Einar hrósaði stuðingunum í hástert og fór yfir stöðuna það sem eftir er af riðlinum. „Þetta er gryfja þrátt fyrir að þetta sé hlaupabraut. Þetta var virkilega góður sigur og karakterssigur.” „Er til betri staða? Við erum með Hollendinga og Tékka á eftir okkur, en það er ekkert auðveld staða að vera í. Við eigum þetta skilið og strákarnir geta labbað útaf vellinum sáttir og stoltir í dag.” „Það er nóg eftir og við eigum næst Holland úti. Við vitum að Hollendingar urðu ekki slæmir á einni nóttu og það var tímaspursmál hvenær þeir myndu hrökkva í gírinn. Það verður virkilega erfiður leikur og við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir hann,” sagði Aron Einar í samtali við Vísi í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira