Ari Freyr: Ætti að vera komið ef við klárum heimaleikina Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. júní 2015 21:41 Ari Freyr Skúlason. Vísir/Ernir „Við gerðum nákvæmlega það sem við áttum að gera sem var að ná í þrjú stig. Stemningin var æðisleg og þeir voru skíthræddir við okkur,“ sagði bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. „Þeir sköpuðu ekki mikið. Markið þeirra var frábært en það vorum við sem misstum boltann, gerðum mistökin fyrst. Mér fannst þeir vera eitthvað til baka og við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjungi vallarins en við skoruðum tvö og það var nóg.“ Það var lítið um færi í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur mun opnari. Íslenska liðið kom mjög ákveðið út og má segja að Tékkland hafi komist yfir gegn gangi leiksins. „Ég held að þeir hafi líka viljað vinna þennan leik og hafi opnað sig aðeins meira. Við vinnum eins og við gerum alltaf á heimavelli. Við erum þéttir og vinnum vel saman. Við vitum að við getum alltaf skorað mörk. „Það þarf bara eitt færi og þá er komið mark. Það gerðum við í kvöld, tvö færi og tvö mörk. „Það var ömurlegt að lenda undir því mér fannst það gegn gangi leiksins. Við vorum á góðu skriði og aðeins að pressa á þá en svo kemur kjaftshöggið en við trúðum allan tímann og náðum sem betur fer að skora snemma,“ sagði Ari Freyr. Ísland hefur unnið öll liðin í riðlinum og fimm af sex leikjum sínum. Ari Freyr trúir að þetta góða gengi geti haldið áfram og Ísland tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið í Frakklandi eftir ár. „Við erum búnir að gera þetta að gryfju hér heima og ef við klárum bara heimaleikina þá ætti þetta að vera komið. „Við tökum einn leik í einu, það eru margir leiki eftir og allt getur gerst.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
„Við gerðum nákvæmlega það sem við áttum að gera sem var að ná í þrjú stig. Stemningin var æðisleg og þeir voru skíthræddir við okkur,“ sagði bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. „Þeir sköpuðu ekki mikið. Markið þeirra var frábært en það vorum við sem misstum boltann, gerðum mistökin fyrst. Mér fannst þeir vera eitthvað til baka og við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjungi vallarins en við skoruðum tvö og það var nóg.“ Það var lítið um færi í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur mun opnari. Íslenska liðið kom mjög ákveðið út og má segja að Tékkland hafi komist yfir gegn gangi leiksins. „Ég held að þeir hafi líka viljað vinna þennan leik og hafi opnað sig aðeins meira. Við vinnum eins og við gerum alltaf á heimavelli. Við erum þéttir og vinnum vel saman. Við vitum að við getum alltaf skorað mörk. „Það þarf bara eitt færi og þá er komið mark. Það gerðum við í kvöld, tvö færi og tvö mörk. „Það var ömurlegt að lenda undir því mér fannst það gegn gangi leiksins. Við vorum á góðu skriði og aðeins að pressa á þá en svo kemur kjaftshöggið en við trúðum allan tímann og náðum sem betur fer að skora snemma,“ sagði Ari Freyr. Ísland hefur unnið öll liðin í riðlinum og fimm af sex leikjum sínum. Ari Freyr trúir að þetta góða gengi geti haldið áfram og Ísland tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið í Frakklandi eftir ár. „Við erum búnir að gera þetta að gryfju hér heima og ef við klárum bara heimaleikina þá ætti þetta að vera komið. „Við tökum einn leik í einu, það eru margir leiki eftir og allt getur gerst.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira