Lög um verkföll samþykkt Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2015 19:30 Sigurður Ingi Jóhannesson, mælti fyrir frumvarpinu. Vísir/Valli Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar og sett lög á verkfallsaðgerðir BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frumvarpið var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 19, en fjórtán þingmenn voru fjarverandi. Verkföllum félaganna er því lokið. Sjá má atkvæðagreiðsluna hér á vef Alþingis. Alþingi felldi breytingartillögu minnihlutans Allsherjar og menntamálanefndar, sem og tillögu um að málinu yrði vísað frá. Lögin fela í sér að hafi deiluaðilar ekki komist að samkomulagi fyrir þann 1. júlí mun Hæstiréttur Íslands tilnefna gerðadóm. Hann mun ákveða kjör og kaup félagasmanna BHM og FÍH fyrir 15. ágúst. BHM hefur nú verið í tæplega ellefu vikna verkfalli og hjúkrunarfræðingar í á þriðju viku.Umdeild lagasetning Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum. Hann sagði að alltaf væri erfitt og þungbært að setja lög á verkföll. Engu síður væri staðan grafalvarleg. „Því er það mat ríkisstjórnarinnar að það sé nauðsynlegt að taka á þessu máli.“ Hann sagði að þeir sem að væru á móti lagasetningunni bæru ábyrgð á því að ástandið sem uppi væri í samfélaginu myndi halda áfram óbreytt. Þeir sem segðu já myndu höggva á hnútinn og gefa samningsaðilum tækifæri til að finna lausn á næstu tveimur til þremur vikum. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sagði þingmenn Pírata skora á meirihlutann að vísa málinu frá, en tók fram að að sjálfsögðu yrði nú ekki farið eftir því. Hún sagði að breytingartillögurnar hefðu gert „þessi ólög, aðeins skárri.“ Ögmundur Jónasson sagði Vinstri græna harma þessar málalyktir og að frumvarpið væri ranglátt og óskynsamlegt. Hann væri hins vegar sannfærður um að löng barátta og þær miklu fórnir sem heilbrigðisstarfsfólk hefði fært, muni skila árangri þegar upp er staðið. Hann sagði deilunni ekki lokið með lagasetningunni. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði Landlækni hafa bent ríkisstjórninni á að hættuástand sé á Landspítalanum og að ríkisstjórnin hefði setið á því í „heilan mánuð.“ Hann sagði einnig að bent hefði verið á að leysa þyrfti deiluna og það að ná samningum væru eina langtímalausnin. „Þessi ríkisstjórn forgangsraðar ekki skattfé landsmanna í fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, samningaviðræður vera komnar í þann hnút að grípa þurfi inni í. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00 „Bann við verkfalli á tvímælalaust rétt á sér“ Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að verkfallsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt. 13. júní 2015 16:39 Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22 Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45 Kennarasambandið styrkir BHM um 15 milljónir "KÍ mótmælir þeim seinagangi og skilningsleysi sem ríkið hefur sýnt af sér í samningaviðræðum við BHM undanfarna mánuði." 13. júní 2015 11:22 Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar og sett lög á verkfallsaðgerðir BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frumvarpið var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 19, en fjórtán þingmenn voru fjarverandi. Verkföllum félaganna er því lokið. Sjá má atkvæðagreiðsluna hér á vef Alþingis. Alþingi felldi breytingartillögu minnihlutans Allsherjar og menntamálanefndar, sem og tillögu um að málinu yrði vísað frá. Lögin fela í sér að hafi deiluaðilar ekki komist að samkomulagi fyrir þann 1. júlí mun Hæstiréttur Íslands tilnefna gerðadóm. Hann mun ákveða kjör og kaup félagasmanna BHM og FÍH fyrir 15. ágúst. BHM hefur nú verið í tæplega ellefu vikna verkfalli og hjúkrunarfræðingar í á þriðju viku.Umdeild lagasetning Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mælti fyrir lögunum. Hann sagði að alltaf væri erfitt og þungbært að setja lög á verkföll. Engu síður væri staðan grafalvarleg. „Því er það mat ríkisstjórnarinnar að það sé nauðsynlegt að taka á þessu máli.“ Hann sagði að þeir sem að væru á móti lagasetningunni bæru ábyrgð á því að ástandið sem uppi væri í samfélaginu myndi halda áfram óbreytt. Þeir sem segðu já myndu höggva á hnútinn og gefa samningsaðilum tækifæri til að finna lausn á næstu tveimur til þremur vikum. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sagði þingmenn Pírata skora á meirihlutann að vísa málinu frá, en tók fram að að sjálfsögðu yrði nú ekki farið eftir því. Hún sagði að breytingartillögurnar hefðu gert „þessi ólög, aðeins skárri.“ Ögmundur Jónasson sagði Vinstri græna harma þessar málalyktir og að frumvarpið væri ranglátt og óskynsamlegt. Hann væri hins vegar sannfærður um að löng barátta og þær miklu fórnir sem heilbrigðisstarfsfólk hefði fært, muni skila árangri þegar upp er staðið. Hann sagði deilunni ekki lokið með lagasetningunni. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði Landlækni hafa bent ríkisstjórninni á að hættuástand sé á Landspítalanum og að ríkisstjórnin hefði setið á því í „heilan mánuð.“ Hann sagði einnig að bent hefði verið á að leysa þyrfti deiluna og það að ná samningum væru eina langtímalausnin. „Þessi ríkisstjórn forgangsraðar ekki skattfé landsmanna í fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, samningaviðræður vera komnar í þann hnút að grípa þurfi inni í.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00 „Bann við verkfalli á tvímælalaust rétt á sér“ Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að verkfallsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt. 13. júní 2015 16:39 Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22 Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45 Kennarasambandið styrkir BHM um 15 milljónir "KÍ mótmælir þeim seinagangi og skilningsleysi sem ríkið hefur sýnt af sér í samningaviðræðum við BHM undanfarna mánuði." 13. júní 2015 11:22 Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum. 13. júní 2015 07:00
„Bann við verkfalli á tvímælalaust rétt á sér“ Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að verkfallsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt. 13. júní 2015 16:39
Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill verkfallsfrumvarp burt Telur hann ekki sýnt að fullreynt hafi verið að ná samningum með eðlilegum hætti við félögin og mótmælir "óhæfilegum flýti á meðferð málsins“. 13. júní 2015 16:22
Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. 13. júní 2015 20:45
Kennarasambandið styrkir BHM um 15 milljónir "KÍ mótmælir þeim seinagangi og skilningsleysi sem ríkið hefur sýnt af sér í samningaviðræðum við BHM undanfarna mánuði." 13. júní 2015 11:22
Róstusamt í ræðustólnum Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag. 13. júní 2015 07:00