Páll Matthíasson: Verkfallinu varð að ljúka Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 13:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira