England er óstöðvandi og Rooney búinn að jafna Lineker 14. júní 2015 18:00 Jack Wilshire skoraði stórkostlegt mark þegar hann kom Englandi í 2-1. Hér er boltinn á leið í samskeytinn. vísir/getty England sótti þrjú stig til Slóveníu í undankeppni EM þegar liðin mættust í Ljúblíana í dag. Wayne Rooney var hetja Englendinga í 3-2 sigri. Milivoje Novakovic, sem leikur með Nagoya Grampus í Japan, kom Slóvenum yfir með marki á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Englendingar gerðu breytingu í hálfleik, tóku Phil Jones af velli og settu Adam Lallana inn í hans stað. Það virtist hressa upp á sóknarleik Englands sem náði að jafna á 57. mínútu. Var þar að verki Jack Wilshire, leikmaður Arsenal. Englendingar voru nálægt því að komast yfir í tvígang skömmu eftir markið frá Wilshire. Wayne Rooney var þar að verki í bæði skiptin og er óhætt að flokka fyrra færið hans sem dauðafæri. Wilshire hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð. Á 73. mínútu batt hann enda á góða sókn enska liðsins með því að þruma boltanum í samskeytin á slóvenska markinu. Stórkostlegt mark. Slóvenar voru hins vegar ekkert á þeim buxunum að gefast upp og varamaðurinn Nejc Pecnik jafnaði metin með laglegu skallamarki á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Rooney sigurmark Englands í leiknum. Þetta var jafnframt 48. landsliðsmark Wayne Rooney sem er þar með búinn að skora jafnmörg mörk og Gary Lineker gerði á sínum ferli. Rooney er núna einu marki frá því að jafna metið sem Bobby Charlton á, 49 mörk. Englendingar eru lang efstir í E-riðli með 18 stig að loknum 6 leikjum og komnir með annan fótinn til Frakklands, þar sem lokakeppnin verður á næsta ári. Slóvenar eru í 2. sæti með 9 stig, jafnmörg stig og Sviss sem á leik til góða gegn Litháen í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
England sótti þrjú stig til Slóveníu í undankeppni EM þegar liðin mættust í Ljúblíana í dag. Wayne Rooney var hetja Englendinga í 3-2 sigri. Milivoje Novakovic, sem leikur með Nagoya Grampus í Japan, kom Slóvenum yfir með marki á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Englendingar gerðu breytingu í hálfleik, tóku Phil Jones af velli og settu Adam Lallana inn í hans stað. Það virtist hressa upp á sóknarleik Englands sem náði að jafna á 57. mínútu. Var þar að verki Jack Wilshire, leikmaður Arsenal. Englendingar voru nálægt því að komast yfir í tvígang skömmu eftir markið frá Wilshire. Wayne Rooney var þar að verki í bæði skiptin og er óhætt að flokka fyrra færið hans sem dauðafæri. Wilshire hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð. Á 73. mínútu batt hann enda á góða sókn enska liðsins með því að þruma boltanum í samskeytin á slóvenska markinu. Stórkostlegt mark. Slóvenar voru hins vegar ekkert á þeim buxunum að gefast upp og varamaðurinn Nejc Pecnik jafnaði metin með laglegu skallamarki á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Rooney sigurmark Englands í leiknum. Þetta var jafnframt 48. landsliðsmark Wayne Rooney sem er þar með búinn að skora jafnmörg mörk og Gary Lineker gerði á sínum ferli. Rooney er núna einu marki frá því að jafna metið sem Bobby Charlton á, 49 mörk. Englendingar eru lang efstir í E-riðli með 18 stig að loknum 6 leikjum og komnir með annan fótinn til Frakklands, þar sem lokakeppnin verður á næsta ári. Slóvenar eru í 2. sæti með 9 stig, jafnmörg stig og Sviss sem á leik til góða gegn Litháen í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira