Telur eðlilegt að BHM stefni ríkinu vegna lagasetningar 14. júní 2015 21:00 BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir óvíst sé hvort boðaður verði annar fundur í deilunni í ljósi þess að BHM ætlar í mál við ríkið. „Ef að BHM er búið að ákveða að höfða mál þá má leiða að því líkum að þeir ætla ekki að setjast niður og ganga til samninga á þessum tuttugu dögum sem þeir hafa. Vegna þess að ef að þeir semja á þeim tíma eru þeir orðnir bundnir af friðarskyldu og geta þar að leiðandi ekki knúið fram breytingar með verkfalli,“ segir Lára. En hvaða þýðingu hefði það ef BHM myndi vinna málið? „Það er áhugaverð spurning. Nú veit ég ekki nákvæmlega hverskonar kröfugerð yrði í slíku máli en ég geri ráð fyrir að það yrði einhverskonar viðurkenning á að réttur hafi verið brotinn á BHM,“ segir hún. Lára telur sérstakt að annar samningsaðila í málinu geti sett lög á verkallsaðgerðir hins. Í ljósi þess sé rökrétt að BHM höfði mál gegn ríkinu. „Ég myndi telja það fullkomlega rökrétt. En svo er annað atriði varðandi þessi lög sem maður veltir fyrir sér og setur spurningamerki við og það er að þarna eru þónokkuð mörg félög innan BHM sem þessi lög ná til. Og sum þessara félaga hafa ekki boðað verkfall,“ segir hún. Þannig sé verið að leggja bann við verkföllum á félög sem ekki hafa boðað þau. „Það vekur upp spurningar um það hvort að löggjöfin, eða þetta ákvæði í löggjöfinni sé of vítækt og hvort að það fái staðist eitt og sér,“ segir Lára V. Júlíusdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir óvíst sé hvort boðaður verði annar fundur í deilunni í ljósi þess að BHM ætlar í mál við ríkið. „Ef að BHM er búið að ákveða að höfða mál þá má leiða að því líkum að þeir ætla ekki að setjast niður og ganga til samninga á þessum tuttugu dögum sem þeir hafa. Vegna þess að ef að þeir semja á þeim tíma eru þeir orðnir bundnir af friðarskyldu og geta þar að leiðandi ekki knúið fram breytingar með verkfalli,“ segir Lára. En hvaða þýðingu hefði það ef BHM myndi vinna málið? „Það er áhugaverð spurning. Nú veit ég ekki nákvæmlega hverskonar kröfugerð yrði í slíku máli en ég geri ráð fyrir að það yrði einhverskonar viðurkenning á að réttur hafi verið brotinn á BHM,“ segir hún. Lára telur sérstakt að annar samningsaðila í málinu geti sett lög á verkallsaðgerðir hins. Í ljósi þess sé rökrétt að BHM höfði mál gegn ríkinu. „Ég myndi telja það fullkomlega rökrétt. En svo er annað atriði varðandi þessi lög sem maður veltir fyrir sér og setur spurningamerki við og það er að þarna eru þónokkuð mörg félög innan BHM sem þessi lög ná til. Og sum þessara félaga hafa ekki boðað verkfall,“ segir hún. Þannig sé verið að leggja bann við verkföllum á félög sem ekki hafa boðað þau. „Það vekur upp spurningar um það hvort að löggjöfin, eða þetta ákvæði í löggjöfinni sé of vítækt og hvort að það fái staðist eitt og sér,“ segir Lára V. Júlíusdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira