Málshöfðun breytir engu um samningsvilja Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. júní 2015 13:09 Málshöfðun félags hjúkrunarfræðinga vegna lagasetningar á verkfall þeirra breytir engu um vilja félagsins til að ná samningum við ríkið. 103 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu eftir lagasetninguna en formaður félagsins segir þá koma til með að standa við uppsagnir sínar. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ekkert hafa gerst í kjaraviðræðum félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið frá því 10. júní síðastliðinn en þá fór síðasti samningafundur fram. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni og viðræðurnar því í algjöru frosti. Félagið ákvað í gær að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna lagasetningar Alþingis á verkfall þeirra. Ólafur segir að tilgangurinn sé að fá lögunum hnekkt og að fá viðurkennt að félagið njóti verkfallsréttar, þrátt fyrir lagasetninguna. Hvaða áhrif kemur þessi málshöfðun til með að hafa á viðræðurnar? „Að okkar mati hefur þessi ákvörðun okkar um að fara með málið fyrir dómstóla engin áhrif á samningaviðræðurnar. Við viljum endilega koma að samningaborðinu og reyna að ná samningi fyrir 1. júlí. Við viljum fá úr því skorið hvort að þessi lög brjóti stjórnarskrá Íslands líkt og við teljum,“ segir Ólafur. Alls hafa 133 starfsmenn Landspítalans sagt starfi sínu lausu eftir lagasetningu Alþingis, þar af 103 hjúkrunarfræðingar. Eru þetta raunverulegar uppsagnir sem fólk kemur til með að standa við, eða felst frekar í þessu yfirlýsing um óánægju með stöðu mála? „Ég á nú erfitt með að svara þessari spurningu þar sem þetta er ákvörðun hvers og eins út af fyrri sig. En í þeim hjúkrunarfræðingum sem að ég hef heyrt þá er fólki mjög misboðið og fólk vill ekki vinna í heilbrigðiskerfinu undir þeim kringumstæðum sem að eru í dag. Og þeir sem að ég hef heyrt í munu standa við þessar uppsagnir,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Málshöfðun félags hjúkrunarfræðinga vegna lagasetningar á verkfall þeirra breytir engu um vilja félagsins til að ná samningum við ríkið. 103 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu eftir lagasetninguna en formaður félagsins segir þá koma til með að standa við uppsagnir sínar. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ekkert hafa gerst í kjaraviðræðum félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið frá því 10. júní síðastliðinn en þá fór síðasti samningafundur fram. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni og viðræðurnar því í algjöru frosti. Félagið ákvað í gær að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna lagasetningar Alþingis á verkfall þeirra. Ólafur segir að tilgangurinn sé að fá lögunum hnekkt og að fá viðurkennt að félagið njóti verkfallsréttar, þrátt fyrir lagasetninguna. Hvaða áhrif kemur þessi málshöfðun til með að hafa á viðræðurnar? „Að okkar mati hefur þessi ákvörðun okkar um að fara með málið fyrir dómstóla engin áhrif á samningaviðræðurnar. Við viljum endilega koma að samningaborðinu og reyna að ná samningi fyrir 1. júlí. Við viljum fá úr því skorið hvort að þessi lög brjóti stjórnarskrá Íslands líkt og við teljum,“ segir Ólafur. Alls hafa 133 starfsmenn Landspítalans sagt starfi sínu lausu eftir lagasetningu Alþingis, þar af 103 hjúkrunarfræðingar. Eru þetta raunverulegar uppsagnir sem fólk kemur til með að standa við, eða felst frekar í þessu yfirlýsing um óánægju með stöðu mála? „Ég á nú erfitt með að svara þessari spurningu þar sem þetta er ákvörðun hvers og eins út af fyrri sig. En í þeim hjúkrunarfræðingum sem að ég hef heyrt þá er fólki mjög misboðið og fólk vill ekki vinna í heilbrigðiskerfinu undir þeim kringumstæðum sem að eru í dag. Og þeir sem að ég hef heyrt í munu standa við þessar uppsagnir,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira