Góð opnun á urriðasvæðunum í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2015 09:35 Veiði er hafin á urriðasvæðunum í Laxá og þrátt fyrir morgunverk veiðimanna sem fólust í því að skafa snjó af bílunum var veiðin góð. Veiðin fór fínt af stað í Laxárdalnum og Mývatnssveitinni þrátt fyrir að kuldi og norðanátt gerðu vistina aðeins erfiðari. Í Laxárdalnum veiddust um 50 sérstaklega vel haldnir urriðar. Meðalvigtin var há og urriðinn óvenju kviðsiginn miðað við árstíma. Í Mývatnssveitinni veiddust um 240 urriðar. Fiskarnir á efra svæðinu koma líka mjög vel undan vetri. Það voru fiskar skráðir til bókar á öllum svæðum og menn létu vel af vistinni þrátt fyrir norðanbarninginn. Stærstu fiskarnir á svæðunum voru um 65 cm og fiskarnir tóku bæði púpur og straumflugur á víxl samkvæmt vef SVFR. Spáin framundan er svipuð og hefur verið síðustu daga svo veiðimenn þurfa að búa sig eins og um haustveiði væri að ræða. Veiðin á landinu er vonandi víðar að komast í gang en kuldinn hefur haft mikil áhrif á bráð og veiðimenn og nokkuð víst að lónbúinn sem og veiðimaður, já og líklega landsmenn allir, bíða með óþreyju eftir sumri. Stangveiði Mest lesið Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Sjötíu sentímetra ís á Skagaheiði Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði
Veiði er hafin á urriðasvæðunum í Laxá og þrátt fyrir morgunverk veiðimanna sem fólust í því að skafa snjó af bílunum var veiðin góð. Veiðin fór fínt af stað í Laxárdalnum og Mývatnssveitinni þrátt fyrir að kuldi og norðanátt gerðu vistina aðeins erfiðari. Í Laxárdalnum veiddust um 50 sérstaklega vel haldnir urriðar. Meðalvigtin var há og urriðinn óvenju kviðsiginn miðað við árstíma. Í Mývatnssveitinni veiddust um 240 urriðar. Fiskarnir á efra svæðinu koma líka mjög vel undan vetri. Það voru fiskar skráðir til bókar á öllum svæðum og menn létu vel af vistinni þrátt fyrir norðanbarninginn. Stærstu fiskarnir á svæðunum voru um 65 cm og fiskarnir tóku bæði púpur og straumflugur á víxl samkvæmt vef SVFR. Spáin framundan er svipuð og hefur verið síðustu daga svo veiðimenn þurfa að búa sig eins og um haustveiði væri að ræða. Veiðin á landinu er vonandi víðar að komast í gang en kuldinn hefur haft mikil áhrif á bráð og veiðimenn og nokkuð víst að lónbúinn sem og veiðimaður, já og líklega landsmenn allir, bíða með óþreyju eftir sumri.
Stangveiði Mest lesið Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Sjötíu sentímetra ís á Skagaheiði Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði