Íbúi í fjölbýlishúsinu í Kópavogi, þar sem lögregluaðgerðir standa nú yfir, segir í samtali við Vísi að högl hafi fundist í garði hússins við hreinsun um helgina. Telur íbúinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, að skotið hafi verið úr sömu íbúð og þar sem maðurinn er talinn halda sig í.
Íbúinn segir í samtali við Vísi að íbúar hafi á laugardaginn rætt sín á milli að hvellur hefði heyrst um miðjan dag nokkrum dögum fyrr. Enginn hefði þó kveikt á því að um byssuskot hefði verið að ræða fyrr en högglin fundust um helgina.
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina

Tengdar fréttir

Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi
Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri.

Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum
"Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson.