Verkfall hjúkrunarfræðinga: „Gengur ekkert mikið lengur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2015 11:55 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir hjúkrunarfræðinga ekki geta gengið harðar fram í kjarabaráttu þeirra við ríkið. Þeir muni þó leyfa sjúklingum að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. vísir/vilhelm Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur. Verkfall 2016 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur.
Verkfall 2016 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Sjá meira