Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2015 10:12 Bubbi með laxinn sem hann fékk á Eyrinni Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Frábær veiði í Veiðivötnum Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði
Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Frábær veiði í Veiðivötnum Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði