Bakarí, veitingastaðir og mötuneyti loka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júní 2015 18:41 Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Verkfall 2016 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Verkfall 2016 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira