Framsýn: „Með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins vilji viðhalda fátækt í landinu“ Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2015 09:58 Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar. Vísir/Völundur Framsýn stéttarfélag lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur Samtökum atvinnulífsins nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands 6. júní. Aðalfundur félagsins var haldinn í gær. Allsherjarverkfall hefst þann 6. júní, að loknu tveggja daga verkfalli sem boðað hefur verið til 28. og 29. maí. Í ályktun félagsins segir að það sé með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins „vilji viðhalda fátækt í landinu með kauptöxtum sem eru langt fyrir neðan viðurkennd opinber framfærsluviðmið“. Segir að samtökin hafi gengið afar langt í áróðri gegn hækkun lægstu launa upp í 300 þúsund króna innan þriggja ára og fullyrða að slík hækkun muni valda óðaverðbólgu og efnahagslegu hruni.SA klöppuð upp af Seðlabankanum „Samtök atvinnulífsins hafa verið klöppuð upp af Seðlabankanum sem er sömu skoðunar og samtökin. Þessi málflutningur hefur ekki verið hávær þegar samið hefur verið við tekjuhæstu hópana um siðlausar launahækkanir í umboði Samtaka atvinnulífsins. Aðalfundurinn hafnar alfarið þessum staðhæfingum Samtaka atvinnulífsins og hvetur þá til þess að stiga fram í nútímann með því að ganga að kröfum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem Framsýn á aðild að. Þá krefst aðalfundurinn þess að verkalýðshreyfingin hniki ekki frá kröfunni um 300.000 króna lágmarkslaun og hafnar alfarið hugmyndum SA um % hækkanir sem auka alltaf ójöfnuðinn. Það er algjör misskilningur að verðmætir lykilstarfsmenn leynist eingöngu í ákveðnum stjórnunarstöfum í atvinnulífinu og það kalli sjálfkrafa á ofurlaun og kaupaukagreiðslur til þessara manna. Að mati aðalfundarins eru verðmætustu starfsmennirnir þeir sem snúa hjólum atvinnulífsins alla daga ársins. Þessir starfsmenn hafa ekki verið metnir að verðleikum og skrapa botninn þegar kemur að launakjörum í þessu landi. Þeir gera líka tilkall til þess að verða metnir að verðleikum. Að lokum fagnar aðalfundurinn þeim árangri sem Framsýn hefur náð í kjarasamningum við á þriðja tug fyrirtækja á félagssvæðinu sem skrifað hafa upp á 300.000 króna lágmarkslaun. Fyrirtæki sem bera virðingu fyrir sínum starfsmönnum og hafna láglaunastefnu Samtaka atvinnulífsins. Heyr fyrir þeim!“, segir í ályktun Framsýnar. Verkfall 2016 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Framsýn stéttarfélag lýsir í ályktun yfir fullri ábyrgð á hendur Samtökum atvinnulífsins nú þegar stefnir í allsherjarverkfall aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands 6. júní. Aðalfundur félagsins var haldinn í gær. Allsherjarverkfall hefst þann 6. júní, að loknu tveggja daga verkfalli sem boðað hefur verið til 28. og 29. maí. Í ályktun félagsins segir að það sé með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins „vilji viðhalda fátækt í landinu með kauptöxtum sem eru langt fyrir neðan viðurkennd opinber framfærsluviðmið“. Segir að samtökin hafi gengið afar langt í áróðri gegn hækkun lægstu launa upp í 300 þúsund króna innan þriggja ára og fullyrða að slík hækkun muni valda óðaverðbólgu og efnahagslegu hruni.SA klöppuð upp af Seðlabankanum „Samtök atvinnulífsins hafa verið klöppuð upp af Seðlabankanum sem er sömu skoðunar og samtökin. Þessi málflutningur hefur ekki verið hávær þegar samið hefur verið við tekjuhæstu hópana um siðlausar launahækkanir í umboði Samtaka atvinnulífsins. Aðalfundurinn hafnar alfarið þessum staðhæfingum Samtaka atvinnulífsins og hvetur þá til þess að stiga fram í nútímann með því að ganga að kröfum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem Framsýn á aðild að. Þá krefst aðalfundurinn þess að verkalýðshreyfingin hniki ekki frá kröfunni um 300.000 króna lágmarkslaun og hafnar alfarið hugmyndum SA um % hækkanir sem auka alltaf ójöfnuðinn. Það er algjör misskilningur að verðmætir lykilstarfsmenn leynist eingöngu í ákveðnum stjórnunarstöfum í atvinnulífinu og það kalli sjálfkrafa á ofurlaun og kaupaukagreiðslur til þessara manna. Að mati aðalfundarins eru verðmætustu starfsmennirnir þeir sem snúa hjólum atvinnulífsins alla daga ársins. Þessir starfsmenn hafa ekki verið metnir að verðleikum og skrapa botninn þegar kemur að launakjörum í þessu landi. Þeir gera líka tilkall til þess að verða metnir að verðleikum. Að lokum fagnar aðalfundurinn þeim árangri sem Framsýn hefur náð í kjarasamningum við á þriðja tug fyrirtækja á félagssvæðinu sem skrifað hafa upp á 300.000 króna lágmarkslaun. Fyrirtæki sem bera virðingu fyrir sínum starfsmönnum og hafna láglaunastefnu Samtaka atvinnulífsins. Heyr fyrir þeim!“, segir í ályktun Framsýnar.
Verkfall 2016 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira