Félag atvinnurekenda þrýstir á Matvælastofnun að verða við erindi Innnes Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 20:10 Verkfall dýralækna hefur haft áhrif á verslunareigendur og innflutningsaðila. Vísir „Innflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. „Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna,“ segir í fréttinni. „Matvörufyrirtækið Innnes hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem því er mótmælt að verkfall dýralækna þýði að Matvælastofnun geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl vegna innflutnings matvöru.“ Í fréttinni kemur fram að það sé ekkert í lögum sem krefjist þess að innlendur dýralæknir stimpli skjölin og að vörurnar þurfi enga aðkomu dýralækna. Heilbrigðisvottorð með vörum sem koma frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins séu gefin út af dýralæknum þar í landi. Þeir dýralæknar framfylgi sömu reglum og dýralæknar hér á landi. Í öðru lagi er bent á að „þótt svo væri sé bæði forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralækni, en hvorugur þeirra er í verkfalli, heimilt að stimpla skjölin.“Ekki allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli Af þessum ástæðum hefur lögmaður Innness sent Matvælastofnun erindi þar sem fram kemur að synjun á stimplun skjalanna sé ólögmæt og að vörur fyrirtækisins skemmist vegna ákvörðunarinnar. Í erindinu er gerð sú krafa að stofnunin afgreiði erindi fyrirtækisins án tafa og að fyrirtækið fari í skaðabótamál ef að vörur þeirra skemmist að ósekju. Erindi Innness er í vinnslu hjá Matvælastofnun, sem hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum en ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segist í fréttinni vona að stofnunin verði við kröfu Innness og þá fleiri fyrirtækja í framhaldinu. „Lögin kveða eingöngu á um að Matvælastofnun stimpli innflutningsskjöl, ekki að dýralæknar verði að gera það. Ekki eru allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli og samkvæmt dómafordæmum geta yfirmenn stofnunarinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Innflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. „Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna,“ segir í fréttinni. „Matvörufyrirtækið Innnes hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem því er mótmælt að verkfall dýralækna þýði að Matvælastofnun geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl vegna innflutnings matvöru.“ Í fréttinni kemur fram að það sé ekkert í lögum sem krefjist þess að innlendur dýralæknir stimpli skjölin og að vörurnar þurfi enga aðkomu dýralækna. Heilbrigðisvottorð með vörum sem koma frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins séu gefin út af dýralæknum þar í landi. Þeir dýralæknar framfylgi sömu reglum og dýralæknar hér á landi. Í öðru lagi er bent á að „þótt svo væri sé bæði forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralækni, en hvorugur þeirra er í verkfalli, heimilt að stimpla skjölin.“Ekki allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli Af þessum ástæðum hefur lögmaður Innness sent Matvælastofnun erindi þar sem fram kemur að synjun á stimplun skjalanna sé ólögmæt og að vörur fyrirtækisins skemmist vegna ákvörðunarinnar. Í erindinu er gerð sú krafa að stofnunin afgreiði erindi fyrirtækisins án tafa og að fyrirtækið fari í skaðabótamál ef að vörur þeirra skemmist að ósekju. Erindi Innness er í vinnslu hjá Matvælastofnun, sem hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum en ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segist í fréttinni vona að stofnunin verði við kröfu Innness og þá fleiri fyrirtækja í framhaldinu. „Lögin kveða eingöngu á um að Matvælastofnun stimpli innflutningsskjöl, ekki að dýralæknar verði að gera það. Ekki eru allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli og samkvæmt dómafordæmum geta yfirmenn stofnunarinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira