Styrktu verkfallssjóði BHM um 15 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2015 13:22 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, afhenti Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM, styrkinn. Vísir/Vilhelm SFR, eða Stéttarfélag í almannaþjónustu, styrkti í dag verkfallssjóði Bandalags háskólamanna um 15 milljónir króna. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, afhenti Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM, styrkinn sem kemur úr Vinnudeilusjóði SFR á fjölmennum fundi félagsmanna BHM í dag. Með því sýndi SFR samstöðu með félagsmönnum BHM samkvæmt tilkynningu frá SFR. Árni Stefán las upp og afhenti síðan Þórunni Sveinbjarnardóttur formanni BHM bréf þar sem SFR lýsir yfir stuðningi við bandalagið í þeirri harkalegu kjarabaráttu sem nú stendur yfir. Nokkur hundruð félagsmenn BHM voru á fundinum og fögnuðu orðum Árna Stefáns ákaft og Þórunn þakkaði fyrir þann kærkomna peningastuðning sem þarna var veittur og þeim mikla samhug sem honum fylgir. Hér má sjá innihald bréfsins sem Árni Stefán las og afhenti Þórunni:Sú alvarlega staða sem komin er upp á vinnumarkaði kallar á ríka samstöðu stéttarfélaga og bandalaga. Ríkisvaldið og Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér fádæma getuleysi í að koma fram með trúverðugum hætti í yfirstandandi kjaraviðræðum. Í þessari stöðu þarf launafólk að standa saman.SFR stéttarfélag í almannaþjónustu styður félaga sína innan BHM sem hafa staðið í harkalegri kjarabaráttu undanfarnar vikur.Eitt af meginhlutverkum stéttarfélaga er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna og nú er staðan sú í kjarasamningsviðræðum að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Kjör og réttindi launafólks eru í húfi. Í slíkum aðstæðum er samstaðan mikilvæg, ekki bara samstaða innan félaga og aðildarsamtaka heldur einnig milli stéttarfélaga sem standa í svipuðum sporum. Aðgerðum eins og þeim sem BHM stendur nú í fylgir mikill kostnaður auk álags og óvissu fyrir félagsmenn.SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og Vinnudeilusjóður félagsins hefur í ljósi þessa ákveðið að færa BHM 15.000.000.- til að styrkja bandalagið í þeim hörðu átökum sem nú standa yfir.SFR vill með þessu sýna samhug sinn í verki og styðja þannig við félagsmenn BHM og þá kjarabaráttu sem þeir nú standa í. Verkfall 2016 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
SFR, eða Stéttarfélag í almannaþjónustu, styrkti í dag verkfallssjóði Bandalags háskólamanna um 15 milljónir króna. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, afhenti Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM, styrkinn sem kemur úr Vinnudeilusjóði SFR á fjölmennum fundi félagsmanna BHM í dag. Með því sýndi SFR samstöðu með félagsmönnum BHM samkvæmt tilkynningu frá SFR. Árni Stefán las upp og afhenti síðan Þórunni Sveinbjarnardóttur formanni BHM bréf þar sem SFR lýsir yfir stuðningi við bandalagið í þeirri harkalegu kjarabaráttu sem nú stendur yfir. Nokkur hundruð félagsmenn BHM voru á fundinum og fögnuðu orðum Árna Stefáns ákaft og Þórunn þakkaði fyrir þann kærkomna peningastuðning sem þarna var veittur og þeim mikla samhug sem honum fylgir. Hér má sjá innihald bréfsins sem Árni Stefán las og afhenti Þórunni:Sú alvarlega staða sem komin er upp á vinnumarkaði kallar á ríka samstöðu stéttarfélaga og bandalaga. Ríkisvaldið og Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér fádæma getuleysi í að koma fram með trúverðugum hætti í yfirstandandi kjaraviðræðum. Í þessari stöðu þarf launafólk að standa saman.SFR stéttarfélag í almannaþjónustu styður félaga sína innan BHM sem hafa staðið í harkalegri kjarabaráttu undanfarnar vikur.Eitt af meginhlutverkum stéttarfélaga er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna og nú er staðan sú í kjarasamningsviðræðum að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Kjör og réttindi launafólks eru í húfi. Í slíkum aðstæðum er samstaðan mikilvæg, ekki bara samstaða innan félaga og aðildarsamtaka heldur einnig milli stéttarfélaga sem standa í svipuðum sporum. Aðgerðum eins og þeim sem BHM stendur nú í fylgir mikill kostnaður auk álags og óvissu fyrir félagsmenn.SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og Vinnudeilusjóður félagsins hefur í ljósi þessa ákveðið að færa BHM 15.000.000.- til að styrkja bandalagið í þeim hörðu átökum sem nú standa yfir.SFR vill með þessu sýna samhug sinn í verki og styðja þannig við félagsmenn BHM og þá kjarabaráttu sem þeir nú standa í.
Verkfall 2016 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira