Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 18:47 Forsætisráðherra segir skattahækkanir koma til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Þá segir hann að óhjákvæmilegt gæti reynst fyrir stjórnvöld að grípa inn í kjaradeilur heilbrigðisstarfsmanna ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu. Verkfall hátt í sex hundruð geislafræðinga, lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og ljósmæðra sem starfa á heilbrigðisstofnunum á landinu hefur nú staðið í hátt í sjö vikur. Allt stefnir í að um 2.100 hjúkrunarfræðingar bætist í hóp þeirra, en þeir hafa boðað ótímabundið verkfall á miðvikudaginn ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem gæti komið upp ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur og að vel sé fylgst með þróun mála. Fyrir um hálfum mánuði sagði landlæknir að hann vildi að sett yrðu lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. „Það er rétt að landlæknir hefur metið það þannig að sú staða geti verið að koma upp. Hins vegar höfum við vilja sjá hvort ekki næðist einhver niðurstaða á almenna markaðnum þannig að það mætti komast hjá slíkum aðgerðum,“ segir Sigmundur.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværarBreytir stöðunni ef lífi fólks er stefnt í hættu Stjórnendur á Landspítalanum hafa lýst því yfir að verkfall BHM hafi haft mikil áhrif á starfsemi spítalans og að erfitt sé að tryggja öryggi sjúklinga. Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna en að svo gæti farið ef staðan á spítalanum versnar mikið. „Þetta er auðvitað alltaf spurning um á hvaða stig hlutirnir eru komnir en þar verðum við að treysta á fagmennina, þá sem stjórna heilbrigðisstofnunum og landlækni, til að meta það. Því að ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert og þá getur reynst óhjákvæmilegt fyrir stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Sigmundur Davíð. Þá segir Sigmundur Davíð að nýjir kjarasamningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verði ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum sé í augsýn.Sjá einnig: Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum. Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð.Skattahækkanir skoðaðar við þenslu Þá segir Sigmundur Davíð að skattahækkanir komi til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. „Skattahækkanir eru auðvitað eitt af þeim tækjum sem stjórnvöld hafa til þess að bregðast við þenslu, þannig að menn munu væntanlega skoða það,“ segir Sigmundur Davíð. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Forsætisráðherra segir skattahækkanir koma til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. Þá segir hann að óhjákvæmilegt gæti reynst fyrir stjórnvöld að grípa inn í kjaradeilur heilbrigðisstarfsmanna ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu. Verkfall hátt í sex hundruð geislafræðinga, lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og ljósmæðra sem starfa á heilbrigðisstofnunum á landinu hefur nú staðið í hátt í sjö vikur. Allt stefnir í að um 2.100 hjúkrunarfræðingar bætist í hóp þeirra, en þeir hafa boðað ótímabundið verkfall á miðvikudaginn ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem gæti komið upp ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur og að vel sé fylgst með þróun mála. Fyrir um hálfum mánuði sagði landlæknir að hann vildi að sett yrðu lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. „Það er rétt að landlæknir hefur metið það þannig að sú staða geti verið að koma upp. Hins vegar höfum við vilja sjá hvort ekki næðist einhver niðurstaða á almenna markaðnum þannig að það mætti komast hjá slíkum aðgerðum,“ segir Sigmundur.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværarBreytir stöðunni ef lífi fólks er stefnt í hættu Stjórnendur á Landspítalanum hafa lýst því yfir að verkfall BHM hafi haft mikil áhrif á starfsemi spítalans og að erfitt sé að tryggja öryggi sjúklinga. Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt um að setja lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna en að svo gæti farið ef staðan á spítalanum versnar mikið. „Þetta er auðvitað alltaf spurning um á hvaða stig hlutirnir eru komnir en þar verðum við að treysta á fagmennina, þá sem stjórna heilbrigðisstofnunum og landlækni, til að meta það. Því að ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert og þá getur reynst óhjákvæmilegt fyrir stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Sigmundur Davíð. Þá segir Sigmundur Davíð að nýjir kjarasamningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verði ekki undirritaðir fyrr en niðurstaða í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum sé í augsýn.Sjá einnig: Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur „Ríkið bara er ekki í aðstöðu til þess að byrja að semja fyrr en það sér hvað stefnir í á almenna markaðnum. Almenni markaðurinn þarf líka að hafa vissu fyrir því að ríkið muni ekki yfirbjóða það sem samið verður um á almenna markaðnum svoleiðis að menn treysti sér til þess að gera samninga,“ segir Sigmundur Davíð.Skattahækkanir skoðaðar við þenslu Þá segir Sigmundur Davíð að skattahækkanir komi til greina ef samið verður um launahækkanir í kjarasamningum sem ógna stöðugleika. „Skattahækkanir eru auðvitað eitt af þeim tækjum sem stjórnvöld hafa til þess að bregðast við þenslu, þannig að menn munu væntanlega skoða það,“ segir Sigmundur Davíð.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04
Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. 11. maí 2015 10:32
Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31