Neyðarmönnun í sumum tilfellum betri en gengur og gerist Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:00 Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki útlit fyrir að verkfalli hjúkrunarfræðinga verði afstýrt. Vísir/GVA Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann. Verkfall 2016 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira