Drög að kjarasamningi samþykkt Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 20:33 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífins liggja nú fyrir. Drögin gera ráð fyrir að gildistími samningsins verði til loka árs 2018. Drög að samningnum voru send til fjölmiðla nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá VR segir að áfram verði unnið að útfærslu ýmissa atriða í samningnum en stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í þessari viku. Aðaláhersla er sögð lögð á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Stuðst er við taxtahækkanir og launaþróunartryggingu árin 2015 og 2016 en taxta- og prósentuhækkarnir árin 2017 og 2018. Þá verða lágmarkslaun meðlima stéttarfélaganna, sem eru í dag 214 þúsund krónur, hækkuð um 86 þúsund krónur á samningstímanum. Þau verða 245 þúsund krónur á mánuði við gildistöku samningsins og 300 þúsund krónur á mánuði frá og með maí 2018.Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Vísir/PjeturLaunahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona:Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent. Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016. Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent. Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06 Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífins liggja nú fyrir. Drögin gera ráð fyrir að gildistími samningsins verði til loka árs 2018. Drög að samningnum voru send til fjölmiðla nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá VR segir að áfram verði unnið að útfærslu ýmissa atriða í samningnum en stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í þessari viku. Aðaláhersla er sögð lögð á hækkun lægri launa og að verja millitekjur. Stuðst er við taxtahækkanir og launaþróunartryggingu árin 2015 og 2016 en taxta- og prósentuhækkarnir árin 2017 og 2018. Þá verða lágmarkslaun meðlima stéttarfélaganna, sem eru í dag 214 þúsund krónur, hækkuð um 86 þúsund krónur á samningstímanum. Þau verða 245 þúsund krónur á mánuði við gildistöku samningsins og 300 þúsund krónur á mánuði frá og með maí 2018.Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Vísir/PjeturLaunahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona:Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent. Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016. Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent. Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06 Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
VR frestar verkföllum Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, hefur verið frestað um fimm sólarhringa. 25. maí 2015 13:06
Samningsdrög verða kynnt samninganefndum í dag Í gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðum verkföllum. 26. maí 2015 08:11