Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2015 10:41 Björn Grétar Sveinsson segir samningsdrögin ekki upp á marga fiska. Vísir Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn felur meðal annars í sér 25 þúsund króna launahækkun fyrir félagsmenn frá 1. maí síðastliðnum.Drögin voru send fjölmiðlum á níunda tímanum í gærkvöldi og er ljóst að sitt sýnist hverjum meðal félagsmanna VR um samninginn sem reikna má með að verði kosið um í kjölfarið. Um 58% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í kosningu á dögunum. Stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í vikunni en unnið er að útfærslu ýmissa atriða í samningnum. Fjölmiðlar greindu frá samningsdrögunum í gær og segir Björn Grétar í athugasemdakerfi við frétt DV að um sigur vinnuveitenda sé að ræða verði samningurinn samþykktur óbreyttur. „Þetta er tekjutrygginga samningur, ekki sú hækkun á taxta sem kröfur landsbyggðarfélaganna snúast um,“ segir Björn Grétar sem var formaður VMSÍ í níu ár og gjaldkeri sambandsins þar á undan. Hann hætti störfum fyrir sambandið árið 2000. „Þetta er sigur atvinnurekenda ef fer fram sem horfir.“Launahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona: Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent.Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016.Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent.Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn felur meðal annars í sér 25 þúsund króna launahækkun fyrir félagsmenn frá 1. maí síðastliðnum.Drögin voru send fjölmiðlum á níunda tímanum í gærkvöldi og er ljóst að sitt sýnist hverjum meðal félagsmanna VR um samninginn sem reikna má með að verði kosið um í kjölfarið. Um 58% félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í kosningu á dögunum. Stefnt er að því að ljúka kjaraviðræðum í vikunni en unnið er að útfærslu ýmissa atriða í samningnum. Fjölmiðlar greindu frá samningsdrögunum í gær og segir Björn Grétar í athugasemdakerfi við frétt DV að um sigur vinnuveitenda sé að ræða verði samningurinn samþykktur óbreyttur. „Þetta er tekjutrygginga samningur, ekki sú hækkun á taxta sem kröfur landsbyggðarfélaganna snúast um,“ segir Björn Grétar sem var formaður VMSÍ í níu ár og gjaldkeri sambandsins þar á undan. Hann hætti störfum fyrir sambandið árið 2000. „Þetta er sigur atvinnurekenda ef fer fram sem horfir.“Launahækkanir skiptast samkvæmt samningsdrögum svona: Þann 1. maí þessa árs munu launataxtar hækka um 25 þúsund krónur. Byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka að auki um kr. 3.400. Launaþróunartrygging annarra en þeirra sem taka laun samkvæmt töxtum verður 7,2 prósent fyrir laun að upphæð 300 þúsund krónur eða lægri, en fer svo stiglækkkandi með hærri tekjum. Launaþróunartryggingin verður aldrei lægri en þrjú prósent.Þann 1. maí 2016 verður launaþróunartrygging 5,5 prósent, að lágmarki fimmtán þúsund krónur. Viðmiðunartímabil er 1. júní 2015 til 30. apríl 2016.Þann 1. maí 2017 munu launataxtar hækka um 4,5 prósent, byrjunarlaun afgreiðslufólks hækka um 1.700 krónur að auki og almenn hækkun verður þrjú prósent.Þann 1. maí 2018 munu launataxtar svo hækka um þrjú prósent og almenn hækkun verður tvö prósent, miðað við átta mánuði. Lægstu taxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16