Launin hjá VR hækka svona mikið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2015 10:30 Ertu með undir 300 þúsund krónur í mánaðarlaun? Þá hækkarðu um allt að 70 þúsund krónur í laun á næstu þremur árum. Sértu með 750 þúsund krónur á mánuði er hækkunin um 108 þúsund krónur. Nokkuð þægilegt er að reikna út launahækkun sem nýr samningur VR, Flóabandalagsins, LÍV og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins, muna fela í sér verði hann samþykktur. Það gæti gerst í dag. Í töflunni að ofan má sjá hvaða áhrif samningurinn mun hafa miðað við ákveðin grunnlaun. Hver og einn getur fundið áætlað sína hækkun af nokkurri nákvæmni með því að miðað við hækkun næstu launa fyrir ofan og neðan í töflunni. Sem dæmi mun sá sem er með 400 þúsund krónur í grunnlaun hækka um u.þ.b. 70 þúsund krónur í launum á næstu þremur árum. Launin verða rúmlega 420 þúsund krónur um leið, rúmlega 445 þúsund krónur eftir ár, um 460 þúsund krónur árið 2017 og um 470 þúsund krónur í lok samningstímans árið 2018. Sá sem er með 500 þúsund krónur í grunnlaun fær um 525 þúsund krónur í laun strax, um 560 þúsund krónur eftir ár, rúmlega 570 þúsund krónur árið 2017 og um 585 þúsund krónur í lok samingstímans. Sá sem er með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun hækkar um rúmlega 56 þúsund krónur á tímabilinu. Sá sem er með rúmlega tvöfalt hærri laun, 650 þúsund krónur á mánuði, hækkar um 108 þúsund krónur á tímabilinu. Prósentuhækkunin er hærri hjá hinum launalægri en krónuhækkunin tæplega tvöfalt meiri hjá hinum launahærri.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.Vonandi skrifað undir í dag Samningafundur hófst klukkan níu í morgun. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir markmiðið að klára bókanir í dag. Aðeins eigi eftir að taka síðustu skrefin. „En þetta er aldrei búið fyrr en það er búið að hnýta alla hnúta og þá fyrst er hægt að segja hvort það sé verið að fara að skrifa undir.“ Samningarnir verða þó ekki að fullu samþykktir fyrr en félagar í VR, Flóabandalaginu, LÍV og Stéttarfélagi Vesturlands greiða um þá atkvæði.Lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. Launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krónum en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lágmarki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækkun upp á 4,5 prósent og almenna hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. Þetta þýðir að lægstu launataxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verða 245 þúsund strax við undirritun samninga. Þá munu byrjunarlaun verslunarfólks hækka um 3.400 krónur í ár og 1.700 krónur árið 2017.Páll Halldórsson.fréttablaðið/stefánSamningurinn ekki endilega fordæmi fyrir BHM Samninganefnd BHM hafði áður talið samninganefnd ríkisins umboðslausa eftir ummæli forsætisráðherra um að ríkið væri ekki í samningsstöðu fyrr en samið væri á almennum markaði. Fundir BHM og samninganefndar ríkisins hófust aftur í gær. „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur. Það vantar enn nokkuð upp á,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. Hann er ekki viss um að árangur samninga á milli VR, Flóabandalagsins og LÍV við SA muni hafa áhrif á stöðuna. „Sá samningur er ekki eitthvað sem við notum,“ segir Páll. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vinna á lokametrunum: Kjarasamningar VR gætu klárast í dag Samningafundur hefst klukkan níu. 28. maí 2015 08:41 Gætu skrifað undir á næstu dögum VR, Flóabandalagið og LÍV eru nálægt því að ljúka samningum við SA. Formaður VR segir undirritun geta farið fram á næstu dögum ef lokafrágangur gengur vel. Verkföllum SGS hefur verið frestað um sex daga. 28. maí 2015 06:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Sjá meira
Ertu með undir 300 þúsund krónur í mánaðarlaun? Þá hækkarðu um allt að 70 þúsund krónur í laun á næstu þremur árum. Sértu með 750 þúsund krónur á mánuði er hækkunin um 108 þúsund krónur. Nokkuð þægilegt er að reikna út launahækkun sem nýr samningur VR, Flóabandalagsins, LÍV og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins, muna fela í sér verði hann samþykktur. Það gæti gerst í dag. Í töflunni að ofan má sjá hvaða áhrif samningurinn mun hafa miðað við ákveðin grunnlaun. Hver og einn getur fundið áætlað sína hækkun af nokkurri nákvæmni með því að miðað við hækkun næstu launa fyrir ofan og neðan í töflunni. Sem dæmi mun sá sem er með 400 þúsund krónur í grunnlaun hækka um u.þ.b. 70 þúsund krónur í launum á næstu þremur árum. Launin verða rúmlega 420 þúsund krónur um leið, rúmlega 445 þúsund krónur eftir ár, um 460 þúsund krónur árið 2017 og um 470 þúsund krónur í lok samningstímans árið 2018. Sá sem er með 500 þúsund krónur í grunnlaun fær um 525 þúsund krónur í laun strax, um 560 þúsund krónur eftir ár, rúmlega 570 þúsund krónur árið 2017 og um 585 þúsund krónur í lok samingstímans. Sá sem er með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun hækkar um rúmlega 56 þúsund krónur á tímabilinu. Sá sem er með rúmlega tvöfalt hærri laun, 650 þúsund krónur á mánuði, hækkar um 108 þúsund krónur á tímabilinu. Prósentuhækkunin er hærri hjá hinum launalægri en krónuhækkunin tæplega tvöfalt meiri hjá hinum launahærri.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.Vonandi skrifað undir í dag Samningafundur hófst klukkan níu í morgun. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir markmiðið að klára bókanir í dag. Aðeins eigi eftir að taka síðustu skrefin. „En þetta er aldrei búið fyrr en það er búið að hnýta alla hnúta og þá fyrst er hægt að segja hvort það sé verið að fara að skrifa undir.“ Samningarnir verða þó ekki að fullu samþykktir fyrr en félagar í VR, Flóabandalaginu, LÍV og Stéttarfélagi Vesturlands greiða um þá atkvæði.Lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur Samningarnir munu gilda til ársloka 2018 og gert er ráð fyrir að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krónur í maí 2018. Launataxtar hækka strax um 25 þúsund krónur við undirritun samninga. Launaþróunartrygging upp á 7,2 prósenta hækkun verður fyrir fólk með tekjur undir 300 þúsund krónum en prósentan stiglækkar með hærri tekjum og verður að lágmarki 3 prósent. Laun munu koma til með að hækka jafnt og þétt til ársins 2018 með launaþróunartryggingu upp á 5,5 prósent árið 2016, taxtahækkun upp á 4,5 prósent og almenna hækkun upp á 3 prósent árið 2017 og loks 3 prósenta taxtahækkun og 2 prósenta almennri hækkun árið 2018. Þetta þýðir að lægstu launataxtar VR hækka um 31,1 prósent á samningstímanum og lágmarkslaun verða 245 þúsund strax við undirritun samninga. Þá munu byrjunarlaun verslunarfólks hækka um 3.400 krónur í ár og 1.700 krónur árið 2017.Páll Halldórsson.fréttablaðið/stefánSamningurinn ekki endilega fordæmi fyrir BHM Samninganefnd BHM hafði áður talið samninganefnd ríkisins umboðslausa eftir ummæli forsætisráðherra um að ríkið væri ekki í samningsstöðu fyrr en samið væri á almennum markaði. Fundir BHM og samninganefndar ríkisins hófust aftur í gær. „Ég á ekki von á að við séum að fara að ganga frá samningum nema að ríkið bjóði betur. Það vantar enn nokkuð upp á,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. Hann er ekki viss um að árangur samninga á milli VR, Flóabandalagsins og LÍV við SA muni hafa áhrif á stöðuna. „Sá samningur er ekki eitthvað sem við notum,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vinna á lokametrunum: Kjarasamningar VR gætu klárast í dag Samningafundur hefst klukkan níu. 28. maí 2015 08:41 Gætu skrifað undir á næstu dögum VR, Flóabandalagið og LÍV eru nálægt því að ljúka samningum við SA. Formaður VR segir undirritun geta farið fram á næstu dögum ef lokafrágangur gengur vel. Verkföllum SGS hefur verið frestað um sex daga. 28. maí 2015 06:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Sjá meira
Vinna á lokametrunum: Kjarasamningar VR gætu klárast í dag Samningafundur hefst klukkan níu. 28. maí 2015 08:41
Gætu skrifað undir á næstu dögum VR, Flóabandalagið og LÍV eru nálægt því að ljúka samningum við SA. Formaður VR segir undirritun geta farið fram á næstu dögum ef lokafrágangur gengur vel. Verkföllum SGS hefur verið frestað um sex daga. 28. maí 2015 06:30