Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 13:45 Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Stefán Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann. Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang til að vera starfsfólki innan handar.Ósátt með aðstöðuna „Tækið er bara orðið svo lélegt að við eigum alltaf von á því að það stoppi,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, ein þeirra geislafræðinga sem kallaðir voru út vegna slyssins. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa komið upp á þessum tíma.“ Eitt sneiðmyndatæki er á Landspítalanum í Fossvogi og annað á spítalanum við Hringbraut. Sigrún bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sneiðmyndatækið bregst. „Þetta er nefnilega einn þátturinn sem er verið að mótmæla. Það eru ekki bara launin, það er vinnuaðstaðan sem er verið að bjóða okkur upp á,“ segir Sigrún. Sem kunnugt er, eru geislafræðingar meðal þeirra hópa innan BHM sem tekið hafa þátt í verkfallsaðgerðum undanfarnar vikur. Sigrún segir þó að ekki hafi staðið á þeim geislafræðingum sem kallaðir voru út vegna slyssins að mæta, en þeir voru á fundi klukkan tíu þegar útkallið barst.Ekki vitað hvort töfin hafi haft áhrif Sneiðmyndatækið er notað til að meta stöðu sjúklinga svo hægt sé að bregðast rétt við. Í þessu tilfelli var ekki hægt að hefja skurðaðgerð á ferðamönnunum tveimur fyrr en tækið var aftur komið í lag. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og sennilega ennþá í skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann. Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang til að vera starfsfólki innan handar.Ósátt með aðstöðuna „Tækið er bara orðið svo lélegt að við eigum alltaf von á því að það stoppi,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, ein þeirra geislafræðinga sem kallaðir voru út vegna slyssins. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa komið upp á þessum tíma.“ Eitt sneiðmyndatæki er á Landspítalanum í Fossvogi og annað á spítalanum við Hringbraut. Sigrún bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sneiðmyndatækið bregst. „Þetta er nefnilega einn þátturinn sem er verið að mótmæla. Það eru ekki bara launin, það er vinnuaðstaðan sem er verið að bjóða okkur upp á,“ segir Sigrún. Sem kunnugt er, eru geislafræðingar meðal þeirra hópa innan BHM sem tekið hafa þátt í verkfallsaðgerðum undanfarnar vikur. Sigrún segir þó að ekki hafi staðið á þeim geislafræðingum sem kallaðir voru út vegna slyssins að mæta, en þeir voru á fundi klukkan tíu þegar útkallið barst.Ekki vitað hvort töfin hafi haft áhrif Sneiðmyndatækið er notað til að meta stöðu sjúklinga svo hægt sé að bregðast rétt við. Í þessu tilfelli var ekki hægt að hefja skurðaðgerð á ferðamönnunum tveimur fyrr en tækið var aftur komið í lag. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og sennilega ennþá í skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24